top of page
Hlid-hjukrunarh.jpeg
Lög og reglur

bæklingar

Bæklingur um einmanaleika
Hlusta
ReadSpeaker webReader: Hlusta


Focus
Til að bregðast við umræðu um einmanaleika meðal þjónustuþega og viðleitni til að setja málefnið á dagskrá, hafa Öldrunarheimili Akureyrar og skrifstofa öldrunar- og húsnæðismála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þýtt og gefið út bækling um einmanaleika meðal eldra fólks. Þekkt er að einmanaleiki hefur veruleg áhrif á lífsgæði eldra fólks og þörf þess fyrir aðstoð eða þjónustu.
Í könnun sem gerð var í lok árs 2016 og unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytið og Landssamband eldri borgara, kom fram að um tveir af hverjum þremur eldri borgurum (um 65%) er aldrei einmana. Hópurinn sem upplifir einmanaleika hefur þó stækkaði frá árinu 2007 að fyrsta könnunin var gerð og árið 2012 mældust 13% eldri borgara stundum eða oft einmana og það hlutfall orðið 17% svarenda árið 2016. Þá kom einnig fram að mun fleiri upplifa einmanaleika stundum eða oft, í hópi þeirra sem eru ógiftir eða ekkjur/ekklar, búa einir, eru tekjulitlir eða búa við slæma heilsu.
Í nýrri íslenskri rannsókn meðal 60 ára og eldri kemur fram að um 22% Íslendinga sem eru 67 ára og eldri upplifa sig einmana stundum eða oft. Fleiri konur en karlar upplifa einmanaleika og þá virðast þeir sem yngri eru (eru 60-67 ára) upplifa meiri einmanaleika en þeir sem eldri eru. Því má gera ráð fyrir að á bilinu 7000 - 8500 Íslendingar 67 ára og eldri upplifi einmanaleika stundum eða oft. Þessar niðurstöður eru í takti við það sem áður hefur komið fram og að ýmislegt bendi til að meiri einmanaleiki sé meðal yngra fólks en eldra.

Bæklinginn má finna hér

Bæklingur: Komdu í heimsókn
Hvers vegna þessi bæklingur:

Þegar einstaklingurinn greinist með heilabilun upplifa margir aðstandendur að heimsóknir séu erfiðar. 

Við höfum mikinn áhuga á að auka gæðastundir einstaklinga sem búa við heilabilun og viljum koma á framfæri reynslu okkar og hugmyndum af því sem hefur reynst vel í okkar starfi. Með þessu vonumst við til að fjölskyldur eignist margar ánægjulegar og innihaldsríkar stundir. 

 

Einstaklingur með heilabilun getur allt, þangað til annað hefur verið sannað. 

 

Bæklingurinn er unnin í júní 2017.

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Elísa Arnars Ólafsdóttir og Ester Einarsdóttir, starfsmenn iðju- og félagsstarfs Öldrunarheimila Akureyrar, Hlíð.

Bæklingur: Snoezel skynörvunarrými
Kynningu á Snoezel skynörvunarrýmum má finna hér undir Hagnýtt - Hugmyndafræði og stefna.

Bæklingur - Snoezel skyntúlkun hjá einstaklingum með heilabilun.

Bæklingur - fylgiskjal með myndum og texta fyrir skynörvunarrými.

Bæklingur: Vellíðunarlyklarnir

Bæklingur: Við lífslok - Upplýsingar fyrir aðstandendur
Það fylgir því oft mikið álag og óvissa að eiga ástvin sem er deyjandi. Ýmsar tilfinningar geta vaknað hjá aðstandendum og ekki er óalgengt að þeir hafi áhyggjur af því að dauðastundin sjálf verði ástvini þeirra erfið. Öll erum við einstök og nálgumst dauðann hvert á sinn hátt en í bæklinginum er fjallað um nokkur einkenni sem eru algeng á síðasta stigi lífsins. Þau þurfa ekki að vera öll til staðar hjá þeim sem er deyjandi, né koma fram í sérstakri röð. Stundum koma þau fram einhverjum dögum fyrir andlátið en stundum einhverjum klukkustundum.

Silja Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc.
Útgefið af Öldrunarheimilum Akureyrar í október 2019 ©

Bæklinginn má finna HÉR

Fræðsla
Á Öldrunarheimilum Akureyrar er lögð mikil áhersla á að starfsfólk sí- og endurmennti sig, sem og að starfsfólk þekki vel inná þá hugmyndafræði sem unnið er eftir á ÖA. Boðið er uppá allskyns fræðslu innan ÖA, um málefni aldraða, nýjungar í velferðartækni, það regluverk sem hjúkrunarheimili vinna eftir, og margt annað sem viðkemur lífi og starfi á ÖA. Einnig var ákveðið nýlega að bjóða uppá netfræðslu hér á heimasíðu ÖA, með því að hafa hér aðgengileg myndbönd um ýmislegt gagnlegt fyrir starfsfólk og aðra sem hafa áhuga á stefnu, hugmyndafræði og vinnubrögðum hér á ÖA.

Netfræðsla - myndbönd

Footer
bottom of page