top of page
Hlid-hjukrunarh.jpeg
Sveigjanleg dagþjálfun

Nýsköpun ogþróun

Gæðamál hafa lengi verið stjórnendum og öðru starfsfólki hjá Öldrunarheimilum Akureyrar hugfangin og við hjá ÖA leitumst við að vera leiðandi í öldrunarþjónustu á Íslandi. Þetta þýðir að unnið hefur verið ötullt starf til að tryggja að ÖA uppfylli þarfir og væntingar bæði íbúa og aðstandenda þeirra. Grunnhugsunin er sú að ekki aðeins sé til heildstætt gæðakerfi sem tryggi að unnið sé eftir vinnureglum ÖA, heldur einnig að þær reglur séu stöðugt undir smásjá í leit að leiðum til að bæta þjónustu og rekstur ÖA.

Á síðustu árum hefur ÖA unnið að mörgum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, oft í samvinnu við háskólastofnanir, einkafyrirtæki eða hvoru tveggja. Hér til hliðar er listi yfir mörg þeirra verkefna sem ÖA er að vinna að og er ætlað að hagræða í rekstri og bæta þjónustu og auka lífsgæði íbúa ÖA.

Velferðartækni
Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) ákváðu í byrjun árs 2013 að setja velferðartækni sérstaklega á dagskrá, huga að nýjum möguleikum og setja af stað tilrauna- og þróunarverkefni innan heimilanna. Rekja má ákvörðunina til tillagna vinnuhóps um viðhorf til öldrunarþjónustunnar á Akureyri, Edenhugmyndafræðinnar og ráðstefnu um velferðartækni.

Sjá nánar: grein eftir Halldór S Guðmundsson

Motiview

Motiview er hugbúnaður sem ætlaður er til að hvetja eldra fólk til hreyfingar. Með því að nota myndir og hljóð getur notandinn farið í hjólatúr í því umhverfi sem hann þekkir vel og með því kallað fram minningarbrot. Myndirnar sýna staði sem er auðvelt er að þekkja og spiluð er uppáhaldstónlist notandans.  Hlíð er fyrsta hjúkrunarheimilið hér á landi sem prófar þennan hugbúnað ásamt tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, Droplaugarstöðum í Reykjavík og Ísafold í Garðabæ. Aðferðin er þróuð í samvinnu við Öldrunar- og hjúkrunarheimilissvið í Bergen. Reynslan hefur verið mjög jákvæð og búið er að sanna hvernig áhrif af notkun hugbúnaðarins hefur bætt heilsu notanda.

Árið 2016 fór af stað verkefni í Hlíð sem fólst í því að hafa Motiview hjól til prufu fyrir íbúa á Eini- og Grenihlíð.  Um var að ræða tveggja mánaða hjólaverkefni þar sem nokkrir íbúar hjóluðu  3 x í viku fyrir framan sjónvarpsskjá og völdu myndefni og tónlist til að hjóla eftir. Niðurstöður úr þessum prófum voru þær að hjá þessum fimm einstaklingum bættu flestir sig miðað við fyrstu próf, mismikið en flestir eitthvað.  Prófin reyndu á göngugetu, jafnvægi og styrk í neðri útlimum.  Í framhaldinu var hugbúnaðurinn og áskrift að kerfinu keyptur og er hann staðsettur í sjúkraþjálfuninni í Hlíð. Einnig var keyptur búnaður og áskrift fyrir Lögmannshlíð, en búnaðurinn þar hefur ýmist verið inni á heimilunum eða í Samkomugerði.

Það er Ásta Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur stýrt verkefninu og innleiðingu Motiview í Hlíð, en iðjuþjálfarar í Lögmannshlíð hafa séð um Motivew í Lögmannshlíð.

Verkefnið var fjármagnað af Kaffisjóði íbúa í Hlíð og Gjafasjóði Öldrunarheimila Akureyrar.

Skemmtilegt er að segja frá því að í september 2018 tóku tvo lið, frá Hlíð og Lögmannshlíð þátt í heimsleikum eldriborgara í hjólreiðum, sem haldin var í gegnum Motiview búnaðinn. Lið Hlíðar lenti þar í 4. sæti og áttu bæði lið Hlíðar og Lögmannshlíðar keppendur á topp 20 listum keppninnar. Meira má sjá um niðurstöður keppninnar (hlekkur á frétt)


Timian - innkaupa og matarvefur.
Timian vefurinn er heildstætt innkaupa-, beiðna- og sölukerfi sem veitir yfirsýn yfir vöruframboð og innkaupsverð hinna ýmsu birgja.

Matarinnkaup og dreifing innan Öldrunarheimilanna í gegnum Timian vefinn hófst vorið 2014 og frá árinu 2016 hafa rekstrar- og hjúkrunarvörur bæst við.

Eldhús Hlíðar sér um matarinnkaup frá birgjum og hin ýmsu heimili ÖA panta síðan matvöru frá eldhúsinu í gegnum beiðnakerfið. Kostnaðurinn er færður beint á heimilið sem pantar og starfsmenn sjá verð vörunnar strax við innkaupin. Með betri stýringu á innkaupum minnkar sóun og verð- og kostnaðarvitund eykst.

Eldhúsið heldur utan um uppskriftir sínar í kerfinu og birtir matseðla ásamt næringargildi hér á heimasíðunni.

Elín Inga Halldórsdóttir vann BS verkefni í viðskiptafræði sem fjallaði um Timian kerfið. Verkefninu skilaði hún í apríl 2016 og hafði það titilinn Timian Software ehf.: innleiðing breytinga með rafræna innkaupa-, beiðna- og sölukerfinu Timian á Öldrunarheimili Akureyrar Verkefnið var meðal annars unnið sem hluti af samstarfi um nemaverkefni milli ÖA og Háskólans á Akureyri.

Á bls. 39 í lokaverkefninu segir:

„Af þessari rannsókn er ljóst að innleiðing Timian kerfisins á ÖA er vel heppnuð. Þeir þættir sem nýttir eru með Timian kerfinu sýna bersýnilega árangur hjá ÖA. Það er ekki einungis aukin vitund starfsmanna um kostnað og betri nýtingu á mat sem hefur komið í ljós, heldur er það að nú er betur hægt að hafa stjórn á innkaupum ÖA. Það er ekki bara sparnaður á fjármunum sem Timian hefur haft í för með sér heldur einnig sparnaður á tíma“.

Hlekkur á lokaverkefni Elínar er hér:

Memaxi

Memaxi  er samskiptaforrit sem auðveldar skipulag og utanumhald fyrir einstaklinginn, fjölskylduna og starfsfólk sem kemur að umönnun hans. Þar er sett inn skipulag dagsins, hvaða starfsmaður kemur á hvaða tíma. Hægt er að setja myndir, skrifa í gestabók og senda skilaboð. Það eina sem einstaklingurinn þarf er spjaldtölva til að setja forritið upp í. Einnig er hægt að setja forritið upp í GSM síma hjá ættingjum svo þeir geti fylgst með þjónustunni sem einstaklingurinn fær og einnig ef skipulagið breytist yfir daginn.

 Í júlí 2018 tók N4 viðtal við Björgu Jónínu Gunnarsdóttur, deildarstjóra í dagþjálfun vegna Memaxi verkefnisins, viðtalið má finna hér (frétt)

Í september 2020 var búið til kynningar- og upplýsinga-myndband um notkun Memaxi og innleiðingu hjá ÖA og Búsetusviði.

Hér er að skoða myndbandið hér.

Öryggiskerfi
smart home Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fjölgun eldra fólks á Íslandi líkt og nú þegar er orðið í nágrannalöndum okkar. Þessum breytingum fylgir þörf til að leita nýrra lausna sem stuðla að eða viðhalda sjálfstæði og lífsgæðum eldra fólks, fatlaðra og þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum. Um 90% eldra fólks býr í eigin húsnæði og um 70% einstaklinga eldri en 85 ára búa einir.

ÖA hefur átt í samstarfi við Símann og gerði samning um samstarf- og þróunarstarf í byrjun maí 2017,. Markmið þessa samnings er að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og skapa aðstæður fyrir sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða lasleika. Annað markmið er að nýta nýja tækni til að bæta yfirsýn, auðvelda og mögulega auka hagkvæmni í vinnuferlum starfsmanna hvað varðar þjónustu við íbúa og notendur.

Meðal þess sem verið er að prófa og þróa í starfi ÖA og Símans, er notkun GPS staðsetningar búnaðar í armbandsúrum/snjallúr, þráðlausir skynjarar, öryggishnappar og rauntímavöktun sem byggir á hreyfistýrðri myndavél, hugbúnaðarkerfi með sjall-tækjum og annar álíka snjall-búnaður fyrir heimili sem sniðið er að þörfum einstaklinga.

Connect - Verkfærakassi fyrir velferðartækni

Safnar saman bestu starfsþekkingunni innan velferðartækni (best praksis)
Tækni til að auðvelda fólki daglegt líf – eða velferðartækni eins og hún er kölluð á Norðurlöndunum – er sem stendur á viðkvæmu stigi. Hún þarf að stíga það erfiða skref að þróast frá því að vera tilraunaverkefni í að verða samþættur hluti af þeirri almannaþjónustu sem við veitum.

Til að auðvelda þessa þróun þurfum við að leysa sum þeirra vandamála sem eru sameiginleg öllum Norðurlöndunum:

Of mörg verkefni sem skila of litlu
Of mikil áhersla á þátttöku í verkefnum í stað þess að tryggja að þekking og niðurstöður séu samþætt við fyrirliggjandi starfsaðferðir.
Hjólið er fundið upp of oft. Skortur á samvinnu og miðlun þekkingar og inngróinn „ekki fundið upp hér"-hugsunarháttur.
Veikur sameiginlegur norrænn markaður fyrir velferðartækni. Mikill möguleiki á að styrkja markað sem í dag er brotakenndur.
CONNECT reynir að sigrast á þessum áskorunum með því að þróa skilvirkasta ferlið til að vinna með velferðartækni – og búa til „verkfærakassa" fyrir bestu starfsvenjurnar á hverju stigi þeirrar þróunar.

Það gerum við með því að viða að okkur bestu fáanlegu starfsþekkingunni og -reynslunni, með því að vinna okkur upp frá grunni. Tíu af atkvæðamestu norrænu sveitarfélögunum mynda kjarnann í CONNECT - verkefnahópnum og starfa, í samvinnu við yfirvöld sjö landa, í anda sannra norrænna gilda á Norðurlöndunum.

Markmið okkar er að þróa ferli sem auðveldar vinnu með velferðartækni og býður upp á skipulagða nálgun og óhindrað aðgengi að bestu starfsvenjunum fyrir hvert skref sem leiðir til innleiðingar velferðartækni í daglega þjónustu.

Níu skrefa ferlið má sjá í reitnum hér að neðan – og með því að smella á hvert skref í ferlinu fæst „verkfærakassinn" fyrir bestu starfsvenjur fyrir þetta tiltekna skref.

Frekari upplýsingar um bakgrunn verkefnisins og þátttakendur þess má finna með því að smella á tenglana sem vísa á heimasíðu CONNECT hjá Norrænu velferðarmiðstöðinni og samantekt eða verkfærakassa um velferðartækni.

Af hálfu Íslands tóku sveitarfélögin Akureyri og Reykjavík þátt í verkefninu og komu fulltrúar Öldrunarheimila Akureyrar og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að verkefninu.  (Heimild: texti frá heimasíðu Connect).

 

 

CONNECT hjá Norrænu velferðarmiðstöðinni  http://www.nordicwelfare.org/sv/Projekt/Valfardsteknologi/Connect/Connect1/

verkfærakassa (pdf skjal) um velferðartækni

http://www.nordicwelfare.org/sv/Publications/Inspirationshefter/Velferoartakni---verkfari/?id=4918

Þráðlaust net
Meðal mikilvægustu verkefna í þjónustu við eldra fólk er að viðhalda eða efla lífsgæði s.s. öryggi, líðan, virkni og samskipti. Má í því sambandi minna á að þeir þættir sem þarfnast frekari skoðunar skv. sérstöku gæðamati (RAI mati) eru m.a. depurð/þunglyndi, hreyfing / virkni, félagsleg samskipti og  fjöldi notaðra lyfja.

Á Öldrunarheimilum Akureyrar hefur síðan 2006 verið unnið að innleiðingu EDEN hugmyndafræðinnar sem kallast að nokkru á við þessi viðfangsefni, t.d. með áherslu á börn, dýr og plöntur til að vinna gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða, samhliða áherslu á heimilislegan anda og virka þátttöku íbúa og aðstandenda.

Einn þáttur nútímasamfélagsins sem hefur tekið og mun væntanlega taka miklum breytingum á næstu árum, er notkun margháttaðrar tækni til miðlunar upplýsinga sem og til samskipta. Nægir að nefna veraldarvefinn, YouTube, Fésbókina, heimasíður, tölvupóst, Skype og FaceTime myndsamtöl, en ætla má að yngra fólk/almenningur nýti sér að hluta eða miklu leyti í daglegu lífi.

Innan heilbrigðisþjónustunnar og þar með í þjónustu við eldra fólk, hefur tæknin helst átt innreið í tengslum við skráningarkerfi, viðvörunarkerfi og álíka búnað sem léttir starfsfólki tiltekin verkefni, eykur öryggi eða auðveldar að halda utan um upplýsingar og miðla þeim.

Minna fer fyrir umræðu eða notkun á tölvum og tæknilegum verkfærum sem beinlínis eru til þess fallinn að létta íbúum og aðstandendum lífið og samskipti sín á milli eða sem þátt í skipulögðu félagsstarfi og til að vinna með / efla virkni eldra fólks, hinsvegar er tilefni er til að ætla að eldra fólk/notendur þjónustunnar muni í framtíðinni vera hagvant og gera kröfu um tæknilegar lausnir og aðgengi að netsamskiptum í meira mæli en áður.

Með tilliti til aukinna möguleika til upplýsingaöflunnar og samskipta fyrir íbúa, og ekki síður til að auðvelda innreið annarra velferðartækni verkefna þótti mikilvægt að þráðlaust net væri aðgengilegt innan veggja ÖA, uppbygging þráðlauss nets var unnið undir verkefnaheitinu "tölvur og tækni" og naut það veglegs fjárstuðnings Samherjasjóðsins.

Tenglar
Inn á þessa síðu eru settir áhugaverðir tenglar á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu almennt og við eldra fólk. Tilgangurinn er að safna saman slíku efni svo það sé aðgengilegt starfsfólki ÖA og öðrum áhugasömum um velferðartækni.

Center for Velfærdsteknologi er sýningarhúsnæði með nýjustu tæknilausnum, sinnir fræðslu og upplýsingagjöf. Inn á síðunni eru slóðir/hlekkir og myndbönd eða upptökur af ýmsum möguleikum á sviði velferðartækni.

Magasinet Pleje, vefrit sem fjallar um velferðartækni og málefni í umönnun eldra fólks.

Helsedirektoratet í Noregi heldur úti heimasíðu og upplýsingasíðu um verkefni á sviði velferðartækni (Det nasjonale velferdsteknologiprogrammet). Þar eru ábendingar, lýsingar og upplýsingar.  

Norræna velferðarmiðstöðin í Stokkhólmi gefur upp um 33 rit og annað útgefið efni um velferðartækni. Meðal annars;

Tæknilegar lausnir gagnast í umönnun við fólk með heilabilun 
Velferðartækni - verkfæri (rit á öllum tungumálum Norðurlanda auk ensku). Hér er íslenska bókin.

Miðstöð velferðartækni - VelTech Center
Öldrunarheimili Akureyrar sóttu um styrkveitingu til Eyþings, nánar tiltekið sem áhersluverkefni á Norðurlandi eystra 2019, til að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi. Í umsókninni er verkefnislýsingin eftirfarandi:
Markmið verkefnisins er að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.


Tæknibylting nútímans er stundum kölluð fjórða „iðnbyltingin" og er hluti af daglegum veruleika fólks. Eldra fólki fjölgar ört og á næstu áratugum má gera ráð fyrir að hlutfall eldra fólks hækki verulega og þar með verði hlutfallslega færri einstaklingar á vinnumarkaði. Nýr veruleiki kallar á nýjar lausnir og nýsköpun í velferðarþjónustu.
Aukin lífsgæði og sjálfsbjörg einstaklinga með aðstoð nútímatækni er forsenda þess að hægt sé að halda uppi lífsgæðum og þeirri samfélagsþjónustu sem við búum við í dag.

Afrakstur verkefnisins var tekin saman í lokaskýrslu sem gagnast til að vinna áfram að verkefnahugmyndinni.(skýrsla Frumskyrsla veltek)

Hér er einnig að finna styrkumsóknina til Eyþings um verkefnið. (10.velferdartaeknimidstod)

Slæður frá erindi á ársfundi SSNE 10 okt. 2020. (ssne-heilsa-og-velferdartaekni)

Rannsóknir og verkefni

Öldrunarheimili Akureyrar leggja mikla áherslu á frumkvöðla- og þróunarstarf. Líf og starf á ÖA byggir á því að reyna að vera ávalt í fremstu röð og því hafa ÖA unnið að mörgum rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum, bæði innanhúss sem og í samstarfi við aðrar stofnanir eða fyrirtæki. Sjá má umfjallanir um helstu verkefni síðustu missera hér til hliðar.

vantar skýrslur

Upplýsingamiðlun

Skjáir
Öldrunarheimili Akureyrar notast við upplýsingakerfi frá Memaxi til að halda utan um og miðla upplýsingum til íbúa, starfsmanna og gesta. Um er að ræða 15 skjái á Hlíð og  6 í Lögmannshlíð þar sem auglýsingar um dagskrá iðju- og félagsstarfs, matseðill dagsins, og ýmsar aðrar nytsamlegar upplýsingar og fréttir eru látnar rúlla allan sólarhringinn.

Hrafninn
Fréttabréf ÖA, Hrafninn, er gefinn út fimm sinnum á ári. Fyrsta tölublað Hrafnsins kom út í október 2014, og þá sem nafnlaus heimilispistill, þar sem óskað var eftir tillögum á nafni fyrir blaðið. Hrafninn er gefinn út á netinu, og hann má finna á heimasíðu Öldrunarheimilanna, hlid.is. Auk er pappírsútgáfu af honum dreift innan veggja ÖA. Í efnistökum Hrafnsins kennir ýmissa grasa, þar eru umfjallanir um heimilin og þá hugmyndafræði sem við hjá ÖA aðhyllumst, Myndir og fréttir frá viðburðum sem haldnir eru á Hlíð og Lögmannshlíð, innlit hjá íbúum, uppskriftir og frumsamin ljóð, dagskrá félagsstarfsins og umfjallanir um ýmsar ráðstefnur eða verkefni sem starfsfólk ÖA er að taka sækja eða taka þátt í hverju sinni. Hrafninn er þá að hverju sinni fagurlega skreyttur myndum og með stórri leturstærð. Netútgáfu Hrafnsins má finna 

Gagnkvæmni
Áhersla hefur verið lögð á gagnkvæmni hinna ýmsu kerfa. Með uppsetningu þráðlausa netsins opnaðist möguleiki á innleiðingu Memaxi og fleiri verkefna sem auka hagkvæmni og bæta upplýsingaflæði innan ÖA

Sjálfboðaliðar
Ingvi RafnSjálfboðaliðar er auður sem ÖA metur mikils. Það er auður sem ekki er sjálfgefinn, í hverri viku og á hverjum degi koma sjálfboðaliðar sem bæði halda opinni hurð út í samfélagið og auka lífsgæði íbúa ÖA. Þeir aðstoða íbúa til þátttöku í ýmsum viðburðum eins og spilamennsku og bingó, steikja kleinur, baka, hitta og spjalla við íbúana, syngja og dansa. Heilar hljómsveitir mæta á kráarkvöldum og öðrum viðburðum svo eitthvað sé talið upp.

Samstarf er við öll skólastigin. Leikskólabörn koma reglulega yfir veturinn, grunnskólanemar koma í starfskynningar ásamt því að framhaldsskólanemar inna af hendi ýmis verkefni. Bæði innlendir og erlendir framhaldsskóla- og háskólanemar eru í verk- og starfsnámi á ÖA. Samskipti eru við ýmis félagasamtök um verkefni sem auðga lífið á ÖA.

Rannsóknarritgerðir
Starfsfólk og stjórnendur hafa tekið þátt í og leitt ýmis rannsóknarverkefni bæði á meðan að námi stóð sem og eftir námslok. Þá hefur ÖA komið að ófáum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum. Hér eru kynnt nokkur þeirra rannsóknarverkefna sem starfsmenn ÖA eða ÖA hafa komið að.

 

Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum

Verkefnið "Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum" er verkefni sem hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu og var unnið í samstarfi við ÖA. Niðurstöður verkefnisins, sem er fræðileg samantekt um áhrif náttúru á heilsu og lífsgæði, mun gagnast öldrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum auk verkfræði- og arkitektarstofum við hönnun bygginga ætluðum eldra fólki.

Hér má sjá samantekt frá verkefninu:

Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum

 

Viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekkingar þeirra á henni

 Heiðdís Harpa Kristjánsdóttir MSc hjúkrunarfræðingur á Víði-og Furuhlíð birti í Tímariti Hjúkrunarfræðinga 4. tölublað 2013, niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í meistaranámi sínu undir leiðsögn Dr. Elísabetar Hjörleifsdóttur . Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekkingu þeirra á henni með skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem viðmið. Einnig var tilgangurinn að skoða skipulag og framkvæms líknarmeðferðar sem og fræðsluþörf og hlutverk hjúkrunarfræðinga á þeim hjúkrunarheimilum sem tóku þátt í rannsókninni. Í ályktun rannsóknarinnar segir: Draga má þá ályktun af niðurstöðum að mikilvægt sé að stuðla að því að aldraðir íbúa á hjúkrunarheimilum fái viðeigandi líknarmeðferð sem verð beitt um leið og staðfest er að þeir hafi sjúkdóm sem þarfnast slíkrar meðferðar. Til þess er nauðsynlegt að koma á skipulagðri fræðslu um líknarmeðferð og hvenær henni skuli sé beitt sem hluti af heildrænni meðferð.

Viðhorf til líknarmeðferðar

 

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf.
Hjördís Sigursteinsdóttir hefur í þrígang rannsakað líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni þar sem skoðuð er líðan, heilsa og starfstengd viðorf starfsmanna 20 sveitarfélaga á Íslandi á tímum efnahagsþrenginga. Um er að ræða langtíma rannsókn sem hófst árið 2010 og lauk árið 2013. Rannsóknin var þá jafnframt liður í doktorsverkefni Hjördísar í félagsfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindasiðanefnd hefur gefið leyfi fyrir rannsókninni.

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar fyrir ÖA árið 2011

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar fyrir ÖA árið 2013

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf

Gæði og þróun
Starfsfólk og stjórnendur hjá Öldrunarheimilum Akureyrar leggja ríka áherslu á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er íbúum og gestum, auk þess sem að hjá ÖA er stundað öflugt þróunarstarf. Hjá ÖA er gæðakerfi sem byggir á þeirri hugmyndafræði sem ÖA starfar eftir, einkum Eden og Þjónandi leiðsögn. Stoðir gæðakerfisins liggja í alþjóðlega viðurkenndum mats- og mælitækjum hjúkrunarfræðinnar og þeim gæðastöðlum sem gæðateymi ÖA hafa sett fram og eftirfylgni með framkvæmd þeirra.
Vinna gæðateyma ÖA byggja á því að nýta þverfaglega menntun og reynslu starfsfólks til að búa til heildstæða þjónustu með þarfir notenda í fyrirrúmi. Þannig vinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, sálfræðingur og læknar saman að því að tryggja sem besta þjónustu við einstaklinginn. Þá leggur ÖA áherslu á vellíðan íbúa og annarra notenda þjónustu hjá ÖA, eflingu einstaklingsins, umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni sjálfri, samvinnu milli starfsmanna og notenda þjónustu ÖA.

Hjá ÖA hefur verið lagt áherslu á nýtingu velferðartækni til að bæta þá þjónustu sem hér er í boði, rannsóknarstarf í samvinnu við háskólana til að stuðla að nýsköpun og þróun og jákvætt starfsumhverfi, sem byggir á virðingu og stuðningi, til að laða að hæfasta starfsfólkið.

 

Gæðaráð ÖA skipa:

Berglind Eiðsdóttir hjúkrunarfræðingur, Lögmannshlíð.
Guðlaug Linda Harðardóttir hjúkrunarfræðingur, Víði-Furuhlíð.
Helga Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri.

Þóra Sif Sigurðardóttir í fjarveru Helgu.

Lífsneistinn

Að endurvekja lífsneistann hjá fólki með Alzheimer og aðrar tegundir heilabilunar 

 

Hrefna Brynja Gísladóttir, ritaði grein í Morgunblaðið í ágúst 2014 um Lífsneistann. Greinina er hægt að nálgast hér en í henni fjallar hún um mikilvægi minningarvinnu og gleðina í markvissu meðferðarstarfi.

Lífsgæði og vellíðan
Eden hugmyndafræðin

Hvernig aukum við lífsgæði og vellíðan íbúa hjúkrunarheimila? Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að skilgreina í einu orði. Hugtakið er samsett úr nokkrum þáttum sem m.a.  tengjast heilsu, umhverfi, tengslum við aðra, félagslegri virkni, virðingu og sjálfstæði. Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á sjö þætti sem skipta máli fyrir vellíðan fólks, s.k. vellíðunarlyklar. Í bókinni Dementia beyond disease – enhancing well-being fjallar Allen Power um vellíðunarlyklana og áhrif þeirra á vellíðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks. Hann setur lyklana upp í n.k. þarfapýramída þar sem grunnurinn er sjálfsmynd og tengsl, því næst er öryggi og sjálfstæði, þá  tilgangur og þroski og efst er gleðin. Hvert þrep byggir á því sem undir er líkt og þekkt er frá þarfapýramída Maslows. Hægt er að styðjast við vellíðunarlyklana þegar vandamál og/eða vanlíðan er til staðar til þess að greina hvaða lykli er ekki fullnægt og hvað er þá hægt að gera til þess að efla og styrkja einstaklinginn til þess að auka lífsgæði hans og vellíðun.

Á Öldrunarheimilum Akureyrar er unnið markvisst með vellíðunarlyklana út frá hugmyndafræði Eden og Þjónandi leiðsagnar. Með því er verið að styrkja og efla íbúa, starfsmenn, vini og ættingja og auka lífsgæði þeirra.

Markmiðið er að vera sáttur við sjálfan sig, líða  vel og njóta.

Footer
bottom of page