Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00.

Dagþjálfun í Grænuhlíð er opin alla virka daga frá 8:15 til 16:00.

Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Tímabundin dvöl

Á Heilsuvernd hjúkrunarheimilunum eru 7 hvíldarrými. Rými þessi eru einbýli og eru veitt í allt að 4 vikur í senn eða eftir samkomulagi.

 

Tímabundin dvöl er hugsuð sem eitt af úrræðum til þess að fólk geti dvalið sem lengst heima, en í dvölinni getur fólk byggt sig upp og ættingjar hvílast á meðan.

 

Hér er hægt að ná í umsóknareyðublað fyrir tímabundna dvöl.

 

Umsókn um færni- og heilsumat á Norðurlandi þarf að berast til:

Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands

Heilsugæslustöðinni á Akureyri
Hafnarstræti 99
600 Akureyri

Bryndís Dagbjartsdóttir verkefnastjóri Færni og heilsumats er starfsmaður nefndarinnar á Akureyri. Símatími er á milli kl. 9:45-11:45 í síma 432-4558.

 

Ef ekki næst í starfsmenn færni- og heilsumats vinsamlega hringið í skiptiborð 432-4600 til að fá frekari upplýsingar.

Hægt er að bóka viðtal hjá starfsmönnum FHMN ef óskað er eftir ráðgjöf. 

 

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðum HSN Akureyri og Akureyrarbæjar.

Líka er mögulegt að fá eyðublöð send í pósti, ef viðkomandi hefur ekki aðgang að tölvu og hringja skal þá á búsetusvið s. 460-1410 eða í ofangreindan starfsmann Færni og heilsumats.