Það má með sanni segja að jólaandinn hafi svifið yfir Lögmannshlíð í síðustu viku þegar starfsfólkið tók sig til og útbjó gjafir fyrir börn í Úkraínu, fyrir verkefnið ,,jól í skókassa". Pakkað var í 64 skókassa fyrir allan aldur og áttu starfsmennirnir yndisleg og fallega stund saman. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.