Hjúkrunarheimilin

Heilsuvernd hjúkrunarheimilin eru rekin af Heilsuvernd ehf., samkvæmt sérstökum samningi við ríkið og eru hluti af félagsþjónustu bæjarins. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga einnig kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin.

Umfang heimilanna

Umfang og verkefni hjúkrunarheimila hafa breyst undanfarna áratugi í breyttu þjóðfélagi. Heimaþjónusta og heimahjúkrun hefur stóraukist svo að aldraðir geti sem lengst búið í heimahúsum í samræmi við óskir flestra aldraðra. Mikið heilsuleysi hrjáir því marga aldraða þegar þeir flytja á hjúkrunarheimili. Afleiðing þessarar þróunar er að dvalarrýmum hefur fækkað en hjúkrunarrýmum fjölgað til muna á öldrunarheimilum. Segja má að hjúkrunarheimili hafi tekið við þeirri þjónustu við aldraða sem langlegudeildir sjúkrahúsa sinntu áður.

Samkvæmt skilgreiningu í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 eru dvalarrými ætluð öldruðum einstaklingum sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu, en hjúkrunarrými ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum.

Heilsuvernd hjúkrunarheimili eru á tveimur stöðum og reka heimili fyrir alls 182 íbúa og þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundnadvöl og hvíldardvöl.

 

Heimilin eru:

  • Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, þar eru 137 íbúi og flestir eru í hjúkrunarrýmum.

  • Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð, þar eru 45 íbúar í hjúkrunarrýmum.
     

Á hjúkrunarheimilunum starfa um 260 manns í tæplega 220 stöðugildum. Mikið starfsmannalán hefur fylgt hjúkrunarheimilunum í gegnum tíðina og hafa flestir starfsmenn starfað á heimilunum árum saman.

Skipulag og stjórnendur

Framkvæmdastjóri er Halldór Sigurður Guðmundsson, halldorg@hlid.is 

Hjúkrunarforstjóri er Helga Erlingsdóttir, helgae@hlid.is

Rekstrarstjóri er Lúðvík Freyr Sæmundsson, ludvik@hlid.is 

Forstöðumaður stoðþjónustu er Friðný Björg Sigurðardóttir, fridny@hlid.is

 

Aðsetur ofannefndra stjórnenda er í Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, s: 460-9100.

Forstöðumenn eru yfir hverju heimili/einingu og er þeirra getið við hverja einingu.