
Hlýleikakannanir
Árið 2013 sóttu ÖA (nú Heilsuvernd Hjúkrunarheimili) fyrst um alþjóðaviðurkenningu sem Eden heimili. Umsóknin fól í sér mikið umsóknarferli þar sem gerðar voru fyrirfram ákveðnar úttektir á starfsemi ÖA.
Að vera Eden heimili er ákveðinn gæðastimpill sem þarf að endurnýja á tveggja ára fresti. Hluti af úttektinni eru svokallaðar hlýleikakannanir sem eru gerðar meðal íbúa, gesta í dagþjónustu og tímabundinni dvöl, aðstandenda og starfsmanna. Þessi könnun er gerð til að fá raunsæja mynd af menningu og andrúmslofti heimilanna og líðan þeirra sem þar búa og starfa.
Síðan hafa verið gerða hlýleikakannanir 2013, 2016 og 2019 samhliða umsóknum um framhald og endurnýjunar á viðurkenningu til ÖA sem Eden heimili.
Á árinu 2019 vann Áslaug Kristvinsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf að MA verkefni sínu um "Hlýleika í anda Eden hugmyndafræðinnar". Megintilgangur verkefnisins var að kynna sér áhrif Eden hugmyndafræðinnar og hvernig hlýleiki mælist á meðal íbúa og aðstandenda þeirra sem búa á Eden hjúkrunarheimilum. Tilgangur rannsóknarinnar var jafnframt að kanna hvort breytingar hefðu átt sér stað varðandi hlýleikaupplifun íbúa og aðstandenda á árunum 2013, 2016 og 2019.
Til að nálgast viðfangsefnið vann hún megindlega rannsókn þar sem unnið var með fyrirliggjandi gögn úr þrem Hlýleikakönnunum sem framkvæmdar voru á þessu 6 ára tímabili.
Hér má finna meistara verkefnið hennar sem aðgengilegt er á Skemmunni.
Hér má finna samantekt um Hlýleikakönnun 2016 og samanburð milli kannana 2013-2016.
Þá vann María Guðnadóttir skýrslu um vettvangsathugun sem unnin var samhliða fyrirlögn hlýleikakönnunar 2016.