top of page
Hlid-hjukrunarh.jpeg
Lög og reglur

hollvinasamtökin

Stofnfundur Hollvinasamtaka ÖA var haldinn í húsakynnum ÖA, að Austurbyggð 17, 600 Akureyri, þann 31. október 2017. Á fundinum voru lögð fram drög að að samþykktum Hollvinasamtakanna og þau kynnt fundarmönnum.

 

Á fundinum fór einnig fram kosning til fimm manna stjórnar en Anna Guðný Egilsdóttir, Snorri Guðvarðsson, Ragnhildur Filippusdóttir, Snjólaug Brjánsdóttir og Björgúlfur Þórðarson voru þar kjörin til stjórnarsetu í stjórn Hollvinasamtakanna. Jóhannes Axelsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga. Stofnfundurinn samþykkti að árgjald Hollvinasamtaka ÖA yrði kr. 5000. 

Tilgangur Hollvinasamtaka ÖA er skilgreindur í 2. grein samþykkta félagsins. Þar segir „Tilgangur félagsins er að styðja við ÖA með framlögum, styrkjum og sjálfboðastarfi og að tilnefna stjórnarmenn í stjórn Gjafasjóðs ÖA" Ennfremur kveður 2. grein á um að félagið hyggist ná tilgangi sínum með því að „safna félagsmönnum og styrkjum frá fyrirtækjum og félögum sem ráðstafað er til hagsbóta fyrir íbúa, starfsfólk og starfsemi ÖA almennt."

Á fyrsta fundi stjórnar Hollvinasamtaka ÖA, sem fór fram í kjölfar stofnfundarins, skipti stjórnin með sér verkum og var Snjólaug Brjánsdóttir kjörinn formaður, Björgúlfur Þórðarson gjaldkeri , Anna Guðný Egilsdóttir ritari og Ragnhildur Filippusdóttir og Snorri Guðvarðsson voru kjörin meðstjórnendur. Þá tilnefndi stjórn Ragnhildi, Snorra og Björgúlf, til setu í stjórn Gjafasjóðs ÖA í takt við samþykktir sjóðsins.

 

 

Hér má finna samþykktir Hollvinasamtaka ÖA auk fundargerða stjórnar Hollvinasamtakanna. 

Hér eru stofnfundargerð Hollvinasamtaka ÖA

Samþykktir og stofnfundargerð

Footer
bottom of page