
hrafninn fréttablaðið
Fyrsta tölublað Hrafnsins kom út í október 2014, og þá sem nafnlaus heimilispistill, þar sem óskað var eftir tillögum á nafni fyrir blaðið. Hrafninn hefur síðan þá verið gefinn út fjórum til fimm sinnum á ári. Í Hrafninum kennir ýmissa grasa, og þar má meðal annars finna upplýsingar til íbúa varðandi hvað er á döfinni í félagsstarfinu, lista yfir nýja íbúa og hvað er á dagskrá í fræðslunni. Þá birtir Hrafninn myndir og umfjallanir um viðburði sem hafa verið haldnir á Hlíð og á Lögmannshlíð, ljóð, uppskriftir, fræðslupistla um stefnu og hugmyndafræði ÖA og margt fleira.
Í desember 2016 fór Hrafninn í yfirhalningu og var umbroti þess breytt töluvert auk þess að í stað þess að vera gefinn út í blaðastærð a5 er hann nú gefinn út í stærð a4, til að myndir í blaðinu njóti sín betur og til að auðvelda lestur blaðsins.
Hrafninn er gefinn út bæði í pappírsútgáfu og á netinu, en pappírsútgáfu Hrafnsins er dreift inná heimilin á Hlíð og Lögmannshlíð auk þess sem að blaðið er öllum aðgengilegt hér fyrir neðan:
Hér verða fréttabréf ÖA birt eftir því sem þau berast:
Hrafninn 2020
(6. árgangur, 7. tölublað, desember 2020)
Hrafninn 2019
Hrafninn 2018
Hrafninn 2017
Hrafninn 2016
Hrafninn 2015
Hrafninn 2014