
Dagþjálfun í hlíð
Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.
Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.
Hvernig sótt er um þjónustu
Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir
Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.
Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.
Hvernig sótt er um þjónustu
Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir
Iðju- og félagsstarf
Markmið iðju- og félagsstarfs er að viðhalda getu og auka færni við iðju með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun. Hverjum og einum er mikilvægt að stunda iðju sem hann hefur áhuga á og hefur það jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Leitast er við að vinna einstaklingsmiðað þannig að þarfir hvers og eins séu hafðar að leiðarljósi.
Starfsfólk sinnir bæði einstaklingum og hópum og vinnur að því að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Í boði eru sérúrræði fyrir fólk með heilabilun þar sem unnið er nánar með sálfélagslega nálgun. Starfsfólkið sinnir einnig ýmsum sérverkefnum sem stuðla að tengingu út í samfélagið t.d. við öll skólastig bæjarins.
Boðið er upp á kráarkvöld með lifandi tónlist einu sinni í mánuði og er þá sungið og dansað.
Guðsþjónusta er einu sinni í mánuði og samvera presta er einn mánudag í mánuði kl 14:00.
Margir sönghópar og aðrir skemmtikraftar bjóða upp á hina fjölbreyttustu skemmtun reglulega.
Við tökum vel á móti slíku og er hægt að senda fyrirspurnir á viðburðastjórann astaa@hlid.is.
Lykilorðin í félagsstarfinu eru:
-
Að vera jákvæð/ur.
-
Að auka vellíðan.
-
Að lifa lífinu lifandi.
-
Að skapa tilbreytingu í daglegt líf.
-
Að rækta manninn.
-
Að auka lífsgæði og gera dagana innihaldsríka og skemmtilega.
Iðju- og félagsstarfið er staðsett bæði í Hlíð og Lögmannshlíð. Þar hittast íbúar, dagþjálfunargestir og starfsfólk yfir kaffibolla, grípa í tómstundaiðju og njóta samveru hvers annars.
Boðið er upp á fjölbreytta tómstundaiðju s.s. handverk, upplestur, spurningahópa, leikfimi, spilavist, bingó, myndasýningar, sherrýstundir og ýmsar skemmtanir tengdar árstíðum.
Starfsfólk iðju- og félagsstarfsins eru með skipulagt hópastarf inn á hverju heimilin einu sinni í viku. Hópastarfið byggir að miklu leyti á minningarvinnu og eru fyrirfram ákveðin þemu hverja viku.
Leiðbeinendur í handverki búa yfir mikilli kunnáttu og þekkingu í handverki og bjóða upp á aðstoð við taumálun, vinnu við tré og útskurð, keramik, vefnað, silkimálun, prjón, hekl, útsaum, vefnað, glermálun, o.fl.
Starfsmenn iðju- og félagsstarfsins í Hlíð
Ester Einarsdóttir, deildarstjóri, iðjuþjálfi, netfang: estere@hlid.is
Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi, netfang: johannamg@hlid.is
Bryndís Egilson, félagsliði, aðstoðamaður iðjuþjálfa
Eva Sóley Ásgeirsdóttir, aðstoðamaður iðjuþjálfa
Halla Stefánsdóttir, aðstoðamaður iðjuþjálfa
Ingibjörg Ósk Sigurbjörnsdóttir, aðtoðamaður iðjuþjálfa
Susanne Lintermann, aðstoðamaður iðjuþjálfa
Rakel Hinriksdóttir, aðstoðamaður iðjuþjálfa
Starfsmenn iðju- og félagsstarfsins í Lögmannshlíð
Björg Jónína Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi, netfang: bjorgj@hlid.is
Heiða Björg Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi, netfang: heidak@hlid.is