Í upphafi sumars var þjónustukönnun framkvæmd meðal íbúa Heilsuverndar Hjúkrunarheimila og aðstandenda þeirra.
Framkvæmdaraðili könnunarinnar var fyrirtækið Prósent og er könnunin sú fyrsta þessarar tegundar, þar sem samræmdur spurningalisti er lagður fyrir á fleiri en einu hjúkrunarheimili í einu. Með því móti myndast gagnabanki sem veitir tækifæri til að bera saman niðurstöður og fá betri sýn á markaðinn.
Niðurstöður
Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili var svarhlutfall tæplega 90% meðal íbúa og 44% meðal aðstandenda.
Niðurstöður voru mjög jákvæðar heilt yfir, á pari eða heldur yfir gagnabanka meðal aðstandenda og sambærilegt við gagnabanka meðal íbúa. Almenn ánægja með Heilsuvernd Hjúkrunarheimili meðal aðstandenda og íbúa reynist há, eða um 4 af 5 mögulegum.

En niðurstöður gefa líka til kynna hvar hægt er að gera betur og er það nú verkefni stjórnenda og starfsmanna að fara yfir stöðuna og forgangsraða verkefnum til þess að ná enn betri árangri.
Ánægjupúlsinn
Það er gaman að segja frá því að mánaðarlega er lögð fyrir starfsmenn stuttur
spurningalisti sem við köllum Ánægjupúlsinn.

Með þeirri könnun mælum við almenna ánægju gagnvart ákveðnum þáttum sem samantekið mynda starfsánægju. Auk þess gefst starfsmönnum tækifæri á að koma skoðun sinni, hugmyndum, hrósi eða ábendingum á framfæri nafnlaust. Þátttaka hefur verið góð og niðurstöður sýna almenna ánægju starfsmanna og metnað þeirra til að koma með tillögur að umbótum og ekki síður hrósa hvort öðru.
Það má því ætla að hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili sé bein tenging á milli þess að þar starfi ánægðir starfsmenn sem svo skilar sér í góðri þjónustu, ánægðum íbúum og aðstandendum þeirra. Góður árangur er ekki sjálfgefinn og eftir annasamt ár breytinga erum við afskaplega ánægð með þessar jákvæðu niðurstöður.
Það er svo kraftur til umbóta og metnaður starfsmanna til góðra verka sem færir okkur enn lengra.
Til hamingju Heilsuvernd Hjúkrunarheimili með góðan árangur !
