top of page

Breytingar á skipulagi rekstrar og skipuriti

21. janúar 2022

Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi rekstrar og skipuriti Heilsuverndar hjúkrunarheimila. Meginmarkmið með breytingunum er að samþætta ákveðnar einingar og ná með því aukinni skilvirkni og skýrara skipulagi í starfseminni.


Breytingarnar eru eftirfarandi

Dagþjálfun og sveigjanleg dagþjálfun er sameinað í eina einingu. Deildarstjóri dagþjálfunar verður Harpa Dögg Sigurðardóttir.


Iðju- og félagsstarf er skilgreint sem eining og er deildarstjóri Ester Einarsdóttir.


Gæðastýring er skilgreind sem eining. Gæðastjóri er Sigurlína Stefánsdóttir.


Ofangreindar einingar falla undir stjórn Þóru Sifjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar.


Tímabundnar dvalir eru sameinaðar við rekstur Reyni- og Skógarhlíðar en einingin fellur undir stjórn Bryndísar Bjargar Þórhallsdóttur, forstöðumanns á Hlíð. Unnið er að ráðningu deildarstjóra.


Við þessar breytingar er starf forstöðumanns dagþjálfunar lagt niður og hefur Ingi Þór Ágústsson, fráfarandi forstöðumaður gengið frá samkomulagi um starfslok. Við þökkum honum fyrir mjög gott samstarf og óskum honum velfarnaðar.


Nú sem áður leggja starfsmenn sig fram um að veita góða þjónustu með velferð íbúanna að leiðarljósi. Áfram stöndum við vörð um Heilsuvernd Hjúkrunarheimili sem gott heimili og góðan vinnustað.


Vakni spurningar ekki hika við að hafa samband við Þóru Sif Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, thorasif@hlid.is.bottom of page