19. júní 2021
Í gær, föstudaginn 18. júní voru kynntar breytingar á skipulagi rekstrar og skipuriti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila, sem er óhagnaðardrifið einkahlutafélag.

Tilgangur breytinganna er hagræðing og sjálfbærni rekstrarins, samþætting og stefnumörkun til framtíðar með nýsköpun að leiðarljósi. Því miður varð ekki hjá því komist að fækka í starfsmannahópnum við þessar aðstæður og náði sú fækkun til flestra starfa í starfseminni, bæði til stjórnenda og almennra starfsmanna.
Uppsagnir og samkomulag um starfslok var gert við samtals 13 starfsmenn.
Meðalaldur starfsmanna sem sagt var upp er 54 ár og aldursbilið er 24-65 ára. Þeim er óskað velfarnaðar og færðar þakkir fyrir sín störf fyrir heimilin.
Nú sem áður leggja starfsmenn sig fram um að veita góða þjónustu með velferð íbúanna að leiðarljósi. Áfram stöndum við vörð um Heilsuvernd Hjúkrunarheimili sem gott heimili og góðan vinnustað sem ætlar að halda áfram að vera í fararbroddi öldrunarþjónustu á Íslandi.
Nýtt skipurit Heilsuverndar Hjúkrunarheimila:
