top of page

Fréttatilkynning

5. janúar 2022

Heilsuvernd hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og eru spennandi tækifæri framundan í umhverfi félagsins. Snertifletir eru víða í heilbrigðisþjónustu, forvörnum og heilsueflingu og er stefnan að halda áfram á þeirri vegferð, bæta við frekari verkefnum og að vera leiðandi á okkar sviði.


Þess vegna eru gerðar breytingar á stjórnendateyminu núna í upphafi árs. Markmið þeirra er að styðja enn frekar við vöxt, styrkja starfsemina, stjórnskipulag og ná fram aukinni skilvirkni og samlegð á milli eininga. Við erum þakklát fyrir þann mannauð sem starfar innan félagsins og horfum björtum augum fram á veginn.


Teitur Guðmundsson verður forstjóri Heilsuverndar og samstæðu

Fríður Brandsdóttir verður framkvæmdastjóri Heilsuverndar

Jón Magnús Kristjánsson verður framkvæmdastjóri Heilsuverndar Hjúkrunarheimila auk Heilsugæslunnar Urðarhvarfi

Elín Hjálmsdóttir verður framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála Heilsuverndar og samstæðu.

Lilja Þórey Guðmundsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar Heilsuverndar og samstæðu.

Þóra Sif Sigurðardóttir verður framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsuverndar Hjúkrunarheimila


Heilsuvernd Hjúkrunarheimili




bottom of page