top of page

Heimsóknarreglur á Heilsuvernd hjúkrunarheimili

26. janúar 2022

Sóttkví hefur nú verið aflétt á heimilunum. Þar sem enn er gríðarlega mikið af smitum í samfélaginu minnum við á að brýnt er að fara varlega, sérstaklega í kringum okkar viðkvæma hóp, íbúa, notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl.


Eftirfarandi heimsóknareglur eru því í gildi:
  • Við biðjum ykkur áfram um að draga úr fjölda gesta sem koma í heimsókn eins og hægt er. Miðað er við að tveir aðilar að hámarki sinni heimsóknarhlutverkinu.

  • Grímuskylda er á alla á Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. Gildir einnig á herbergjum íbúa/notenda.

  • Virðum 2ja metra regluna, bæði gagnvart starfsfólki og öðrum íbúum/notendum. Minnum á að gott er að nota síma eða myndsímtöl til að fá upplýsingar um líðan íbúa.

  • Heimsóknargestir fara styðstu leið inn og út úr einkarýmum íbúa.

  • Áfram er heimilt að fara í göngutúra, bíltúra og heimsóknir í heimahús en mælst er til að draga úr fjölda einstaklinga sem umgangast íbúa/notendur og forðast fjölmenna staði.

  • Við biðjum um að börn og ungmenni komi ekki í heimsókn.

  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni.

  • Notendur í dagþjálfun eru beðnir um að taka hraðpróf áður en komið er í dagþjálfun hafi þeir verið að umgangast marga.

Einnig viljum við minna á myndsímtöl. Öll heimilin eru með spjaldtölvur og starfsfólk er alltaf tilbúið að aðstoða við slík símtöl við íbúa/notendur.

Munum að persónulegar sóttvarnir eru lykilatriði til að koma í veg fyrir smit.
bottom of page