Í október ár hvert fer fram hjólakeppnin Road worlds for seniors. Keppnin er norsk en fer fram um allan heim. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt eins og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utanum þátttakendur og skipulag. Markmið keppninar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla.

Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.
Í ár voru 80 einstaklingar í liðinu og hjóluðu þeir samtals 8282 km sem jafnast á við fimm ferðir til Noregs. Á heimsvísu voru 6986 einstaklingar frá 10 löndum sem tóku þátt. Þetta er langt um stærsta keppnin hingað til en í henni voru 253 lið. Lið Heilsuvernd Hjúkrunarheimila stóð sig vel og endaði í sjöunda sæti.
Verðlaunaafhending fór fram í dag þar sem allir þáttakendur í keppninni fengu afhendan verðlaunapening en nokkrir keppendur voru heiðraðir sérsaklega fyrir framúrskarandi árangur.

Fimm keppendur fengu viðurkenningu fyrir að hjóla á bilinu 50-100 km og sjö einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir að hjóla frá 100km og yfir 1000km.
Þrír keppendur hjóluðu yfir 900km. Snjólaug J. Jóhannsdóttir hafnaði í 14 sæti í kvennaflokki, hún hjólaði 932 km. Árni Þorsteinsson hjólaði 996 km og hafnaði í 17 sæti í karlaflokki. Bogi Þórhallsson fór vel rúmlega hringinn í kringum landið eða 1360 km. Hann hafnaði í sjöunda sæti í karlaflokki og af þessum tæplega 7000 keppendum varð hann með 12 besta árangurinn.
Við óskum öllum keppendum og starfsfólki í sjúkraþjálfun til hamingju með frábæran árangur! Hægt er að sjá fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni á facebooksíðunni okkar.