5. maí. 2022

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óska eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa á Hlíð. Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vilja um leið vera hluti af sterku teymi og gjarnan vinna að nýjum hugmyndum og framþróun.
Í boði er dagvinna sem og vaktavinna og starfshlutfall eftir samkomulagi.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Almenn hjúkrunarstörf
Skipulag og ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við Eden hugmyndafræðina, sett markmið og gæðastefnu
Frumkvæði að hagræðingu, faglegri þróun og skipulagningu á þjónustu við íbúa
Þátttaka í þróunarverkefnum
Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar
Menntunar og hæfnikröfur:
Próf og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum
Starfsreynsla í öldrunarþjónustu er æskileg
Þekking á Eden hugmyndafræðinni æskileg
Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
Góð almenn tölvukunnátta
Um Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni

með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna.
Upplýsingar um Heilsuvernd Hjúkrunarheimili má finna á heimasíðunni www.hlid.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Bryndís Björg Þórhallsdóttir, forstöðumaður Hjúkrunar Hlíð, í síma 460-9100 eða á netfanginu bryndisbjorg@hlid.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis www.hlid.is eða heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is