top of page

Jól í skókassa

Það má með sanni segja að jólaandinn hafi svifið yfir Lögmannshlíð í síðustu viku þegar starfsfólkið tók sig til og útbjó gjafir fyrir börn í Úkraínu, fyrir verkefnið ,,jól í skókassa". Pakkað var í 64 skókassa fyrir allan aldur og áttu starfsmennirnir yndisleg og fallega stund saman.


„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM & KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi Verkefnið hefur stækkað mikið og undanfarin ár hafa borist í kringum 5000 gjafir. Íslensku skókössunum er meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Hægt er að lesa meira um verkefnið á síðu KFUM/KFUK




bottom of page