top of page

Magnús Örn, matreiðslumeistari hlýtur heiðursorðu

Nú á dögunum hlaut Magnús Örn Friðriksson, matreiðslumeistarinn okkar heiðursorðuna Cordon Bleu frá Klúbbi matreiðslumeistara.

Cordon Bleu orðan er veitt fyrir fagleg störf og störf að félagsmálum. Orðan er veitt þeim félaga sem er góður fagmaður, hefur gott orð á sér í greininni og eru góður fulltrúi Klúbbs matreiðslumeistar út á við.


Þetta er næst hæðsti virðingarvottur sem Klúbbur Matreiðslumeistara veitir og frá stofnun klúbbsins, árið1972, hafa einungis tæplega 70 matreiðslumenn hlotið þennan titil.


Á myndinni eru Magnús ásamt Júlíu Skarphéðinsdóttur, forseta Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi.


Magnús er vel að þessari orðu kominn og óskum við honum kærlega til hamingju.


bottom of page