Rætt var við Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóra Heilsuvernd Hjúkrunarheimila í þættinum Lífið er lag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
Í fyrri þættinum, sem sýndur var þann 16. mars, fjallaði Halldór um nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri, hér má sjá viðtalið á mínútu 8:08 til 14:38.
Lesa má nánar um nýsköpunarverkefnið í grein sem birtist á visir.is þann 6. apríl, og nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma.
Skýrsluna í heild sinni má lesa hér:
sveigjanleg-dagthjalfun-afangaskyrsla-30
.
Download • 2.26MB
Í seinni þættinum, sem sýndur var 13. apríl, kynnti Halldór aðbúnað íbúa í Lögmannshlíð sem er eitt nýtískulegasta hjúkrunarheimili landsins. Hér má sjá viðtalið á mínútu 8:50 til 16:00.