top of page

Nýjar heimsóknarreglurViðbragðsráð Heilsuverndar hjúkrunarheimila hefur tekið ákvörðun um létta á takmörkunum varðandi heimsóknir til íbúa frá og með deginum í dag. Er það gert í ljósi þeirrar staðreyndar að langflestir íbúa og starfsmanna hafa nú þegar fengið Covid. En það eru vissulega ekki allir og þar sem fjöldi annarra umgangspesta er nú í gangi þá stígum við varlega til jarðar og tökum afléttingar í skrefum. Þar vegur þyngst að inflúensugreiningum hefur fjölgað undanfarnar vikur á landinu samkvæmt upplýsingum sóttvarnaryfirvalda sem hvetja til varúðarráðstafanatil að hindra að faraldur breiðist út.HEIMSÓKNARREGLUR (frá og með 25. mars 2022)

• Engar takmarkanir eru á fjölda heimsóknargesta

• Heimsóknargestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum

• Grímuskylda er á alla gesti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila. Heimilt er að taka grímuna niður á herbergi íbúans vilji íbúinn og aðstandandinn það

• Engar takmarkanir eru á ferðum íbúa utan hjúkrunarheimilanna s.s. í heimsóknir, bílferðir, gönguferðir eða til að sinna öðrum erindum. Gæta skal vel að persónubundnum sóttvörnum

• Mannfagnaðir og aðrar samkomur. Mælst er til þess að íbúar/aðstandendur fari varlega af stað í þeim efnum og gæti sérstaklega vel að persónubundnum sóttvörnum.

Aðstandendur og aðrir gestir eru beðnir um að koma ekki í heimsókn inn á heimilin ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).

Við ákveðnar aðstæður gætu stjórnendur þurft að grípa til hertari heimsóknarreglna í takmarkaðan tíma. Ávallt verður leitast við að veita þær undanþágur sem íbúar og aðstandendur óska eftir eins og hægt er.


Kæru aðstandendur og íbúar! Enn og aftur þökkum við ykkur skilninginn og frábært samstarf í krefjandi aðstæðum undanfarin tvö ár.

Við leyfum okkur nú að horfa bjartsýn fram á veginn og njótum þess að finna vor í lofti og daginn lengjast. Og líkt og áður stöndum við vörð um gildin okkar og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að skapa íbúum öruggt, gleðiríkt og eflandi umhverfi.


bottom of page