Sóttkví hefur verið aflétt á Aspar- og Beykihlíð eftir að öll sýni sem tekin voru í dag, bæði hjá íbúum og starfsfólki reyndust neikvæð. Heimsóknir eru því leyfðar á ný en eftirfarandi reglur eru í gildi:
Maskaskylda er á heimsóknargesti
Mælst er til að draga úr heimsóknum barna vegna fjölda smita í þeim aldurshópi
Heimsóknaraðilar sýni varkárni í sóttvörnum og fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem gilda í samfélaginu á hverjum tíma
Heimilt er að koma með dýr í heimsókn
Aðstandendum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum
Ekki koma í heimsókn með flensulík einkenni
Aðstandendum er óheimilt að koma í heimsókn á ÖA fyrr en þeir hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi við komuna til landsins. Mælst er til þess að bíða í 2-3 daga eftir heimkomuna með að koma í heimsókn
Aðstandendum sem hafa umgengist einstaklinga með COVID-19 smit, er óheimilt að koma í heimsókn á HH
Aðstandendum sem hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 7 dagar frá útskrift, er óheimilt að koma í heimsókn á HH
Áfram er mælst til þess að aðstandendur hafi smitrakningar-app Embættis landlæknis í símum sínum
