top of page

Uppfærðar sóttvarnarreglur

Í ljósi mikillar fjölgunar á Covid smitum í samfélaginu viljum við koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:


  • Grímuskylda er á Heilsuvernd Hjúkrunarheimili, á við um starfsfólk og alla gesti.

  • Muna að virða fjarlægðatakmarkanir (2 metrar) bæði gagnvart íbúum, notendum og starfsfólki.

  • Biðlað er til aðstandenda að draga úr fjölda heimsóknargesta, sérstaklega óbólusettra einstaklinga.

  • Aðstandendur eru beðnir að staldra ekki við í sameiginlegum rýmum heldur fara styðstu leið inn og út úr einkarýmum íbúa.

  • Íbúum er heimilt að fara í gönguferðir og heimsóknir í heimahús en eru beðnir að forðast fjölmenna viðburði eða samkomur.

Hátíðarmatur aðfangadagskvöld og gamlárskvöld:

Ákveðið hefur verið að heimila aðstandendum að borða með íbúum á aðfangadagskvöld og/eða í þeim tilfellum er nauðsynlegt að viðkomandi skili neikvæðu hraðprófi sem ekki er eldra en 48 klukkustunda gamalt. Miðað er við 1-2 gesti á hvern íbúa og mælumst við eindregið til þess að óbólusettir einstaklingar dvelji ekki í sameiginlegum rýmum. Hafa ber í huga að hægt er að útfæra samveru yfir hátíðarnar á ýmsan hátt án þess að borða saman til dæmis með samveru á herbergi íbúa.


Þetta er staðan eins og hún er hjá okkur í dag og vonandi þurfum við ekki að herða enn frekar á sóttvarnaraðgerðum.


Það er mikilvægt að vera áfram meðvituð um að seiglan skilar árangri og einstaklingsbundnar sóttvarnir eru langbesta vörnin.

bottom of page