Það var mikil ánægjustund í dag þegar nokkrar duglegar konur úr prjónaklúbb Grænuhlíðar, dagþjálfun, afhentu 18 sjúkrabílabangsar á Hlíð í dag. En bangsarnir hafa verið í vinnslu undanfarna mánuði.
Sjúkraflutningamennirnir lýstu yfir ánægju sinni að fá þá í bílana til að gleðja börnin sem þurfa á þjónustunni að halda. Að þeirra sögn hefur það sýnt sig að bangsarnir getur hjálpað börnunum mikið á erfiðum stundum og getur gert ferðirnar bærilegri.
Verkefnið á Íslandi má upprunalega rekja til nokkurra kennarar í Foldaskóla sem tóku það upp eftir norskum prjónahóp, sem prjónar bangsa og gefur þá til sjúkrabíla fyrir þau yngstu sem flutt eru með sjúkrabílum. Hægt er að skoða meira um verkefnið á facebooksíðu þeirra sjúkrabílabangsar
