top of page

Þrír starfsmenn HH heimsmeistarar í íshokkí

25.05.2022

Íslenska kvennalandsliðið í íshokki vann um helgina gull á heimsmeistaramóti í Króatíu eftir bráðabana á móti Ástralíu. Liðið vann alla leiki sína á mótinu og fer upp um deild. Liðið mun því leika í 2. deild A á næsta heimsmeistaramóti og er þetta besti árangur sem liðið hefur náð. Það er nú í 27. sæti á heimsvísu. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili átti þrjá starfsmenn í landsliðshópnum, þær Berglindi Rós Leifsdóttur, á Aspar- og Beykihlíð, Birtu Júlíu Þorbjörnsdóttir á Eini- og Grenihlíð og Herborg Geirsdóttir sumarstarfsmaður í Lögmannshlíð. Birta lokaði íslenska markinu og var valin besti markvörður mótsins.

Mynd: Af síðu kvennalandsliðsins í íshokkí

Við óskum þeim og öllu liðinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

bottom of page