
sveigjanleg dagþjálfun
Sveigjanleg dagþjálfun - Áfangaskýrslur
Á hjúkrunarheimilunum hefur nýsköpunar- og þróunarverkefnið um sveigjanlega dagþjálfun verið starfrækt síðan í febrúar 2019. Unnið hefur verið áfangamat þar sem farið er yfir fyrstu niðurstöður verkefnis eftir fyrsta starfsárið. Áfangamatið er að finna hér að neðan.
Þann 6. mars 2020 var áfangamatið kynnt fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. hjúkrunarheimilin fengu mjög jákvæð viðbrögð við fyrstu niðurstöðum og var í framhaldinu gerð áætlun um áframhaldandi þróun verkefnis fyrir árið 2020.
Önnur skýrsla um sveigjanlega dagþjálfun kom út 30. mars 2021. Helstu niðurstöður áfangamatsins er að ávinningur af sveigjanlegri dagþjálfun í formi bættra lífsgæða fyrir notendur og fjölskyldur þeirrar er ótvíræður. Notendur, aðstandendur og starfsfólk eru að mestu sammála um það að úrræðið bæti andlega líðan og stuðli að viðheldni og jafnvel framförum í líkamlegri færni og getu. Úrræðið er nú þegar orðin mikilvægur hlekkur í þróun millistigsúrræða í þjónustu við aldraða.
Sveigjanleg dagþjálfun - Áfangaskýrsla 30. mars 2021