top of page
Hlid-hjukrunarh.jpeg
Þjónandi leiðsögn

þjónandi leiðsögn

Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching)

Hjúkrunarheimilin hafa í samstarfi við Búsetudeild Akureyrarbæjar, unnið að undirbúningi og innleiðingu Þjónandi leiðsagnar.

 

Hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn var þróuð á níunda áratugnum af John McGee í Bandaríkjunum. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eða andlegar aldrei notaðar til að ná fram breytingum.

 

Vinna við að innleiða Þjónandi leiðsögn á hjúkrunarheimilin hófst með skipulegum hætti í ársbyrjun 2014, með þátttöku leiðandi starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum og nú síðast með áfangaskiptu innleiðingarferli og fræðslu til allra starfsmanna hjúkrunarheimilanna. 

Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, styrkleika og veikleika. Þetta hefur áhrif á samskipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Þjónandi leiðsögn leggur áhersla á að horfa á styrkleika einstaklinga og mæta þeim með virðingu og skilyrðislausri umhyggju í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið.

  • Aspar- og Beykihlíð
    Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
  • Eini- og Grenihlíð
    Heimilin Eini- og Grenihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
  • Reyni- og Skógarhlíð
    Í Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar, 9 íbúar í Skógarhlíð og 10 íbúar í Reynihlíð.
  • Víði- og Furuhlíð og raðhús
    Víðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu. Furuhlíð er á tveimur hæðum, 2. hæð og 3. hæð. Sameiginleg borð- og setustofu er á 3. hæð. Íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð. Í raðhúsunum búa 10 íbúar. Þar eru 8 einstaklingsíbúðir og 2 hjónaíbúðir. Að auki eru þar 2 íbúðir sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir.
Footer
bottom of page