Hlid-hjukrunarh.jpeg
 

þjónandi leiðsögn

Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching)

Hjúkrunarheimilin hafa í samstarfi við Búsetudeild Akureyrarbæjar, unnið að undirbúningi og innleiðingu Þjónandi leiðsagnar.

 

Hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn var þróuð á níunda áratugnum af John McGee í Bandaríkjunum. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eða andlegar aldrei notaðar til að ná fram breytingum.

 

Vinna við að innleiða Þjónandi leiðsögn á hjúkrunarheimilin hófst með skipulegum hætti í ársbyrjun 2014, með þátttöku leiðandi starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum og nú síðast með áfangaskiptu innleiðingarferli og fræðslu til allra starfsmanna hjúkrunarheimilanna. 

Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, styrkleika og veikleika. Þetta hefur áhrif á samskipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Þjónandi leiðsögn leggur áhersla á að horfa á styrkleika einstaklinga og mæta þeim með virðingu og skilyrðislausri umhyggju í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið.

Þjónandi leiðsögn

Fræðsluefni


Bæklingur um Þjónandi leiðsögn Þjónandi leiðsögn - grein Í 3. tbl. 2016 (76. árg.) tímaritsins Sveitarstjórnarmál rita Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Kristinn Már Torfason forstöðumaður Þrastarlundar og sambýlis að Jörvabyggð hjá búsetudeild og varaforseti Alþjóðasamtaka þjónandi leiðsagnar, grein um áherslur þjónandi leiðsagnar og alþjóðlega ráðstefnu sem haldin var á Akureyri 13.-15. sept. 2016. Yfirskrift greinarinnar er þjónandi leiðsögn og er þar leitast við að gefa yfirlit um helstu áherslur og hugmyndafræðilegan grunn þjónandi leiðsagnar. Lýst er samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og búsetudeildar við innleiðingu þjónandi leiðsagnar í málefnum aldraðra og hvernig þjónandi leiðsögn megi nota til að mæta þörfum notenda. Fjallað er um fræðsluverkefni starfsmanna búsetudeildar og ÖA meðal annarra sveitarfélaga og loks um þema ráðstefnunnar sem haldin verður á Akureyri 13.-15. sept. 2016.