
Þróun gæðavísa
Árið 2017 var í fyrsta sinn birt samantekt um þróun gæðavísa ÖA (nú Heilsuvernd Hjúkrunarheimili). Sú samantekt náði til áranna 2008-2016. Nú hafa einnig verið birtar samskonar samantektir fyrir árin 2010-2017, 2010-2018 og 2010-2019. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum um þau mikilvægu verkefni sem varða lífsgæði íbúa á hjúkrunarheimilinum og ráðgert að samantektin verði áfram uppfærð árlega.
Með yfirlitinu má fræðast um þróun ákveðinna mælikvarða en jafnframt þarf að hafa í huga að bak við hvern kvarða eða gæðavísi, liggja viðmið og leiðbeiningar um hvað er mælt. Sem dæmi má nefna gæðavísi um „notkun 9 lyfja eða fleiri...", en þar teljast með fæðubótaefni eins og lýsi. Því þarf að lesa gæðavísana með hliðsjón af hvað þeir mæla og eðlis þeirra viðfangsefna sem verið er að meta.
Meginþættir í gæðum heilbrigðisþjónustu eru:
Öryggi, rétt tímasetning, skilvirk og árangursrík þjónusta, jafnræði og notendamiðuð þjónusta.
Mikil vinna liggur í innleiðingu og viðhaldi gæðamats og vinnuferla svo tryggt verði að stöðugt sé unnið að úrbótum. Það starf er unnið innan Heilsuvernd Hjúkrunarheimila samhliða áherslum á innihald og framkvæmd þjónustu við íbúa eins og með Eden hugmyndafræðinni, breytingum á húsnæðinu í smærri og heimilislegri einingar og breytingu á menningunni frá stofnun til heimilis.
Hér má finna nýjustu samantektina, unnin í apríl 2021, um þróun gæðavísa hjúkrunarheimilanna:
Gæðavísar Öldrunarheimila Akureyrar 2010-2020 og niðurstöður RAI mats 2020