Hjukrunarheimilin.jpg
 

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt tvennskonar dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima.  Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun.  Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni til öryggis og vellíðan.

 

Dagþjálfun Hlíð er rekin í tveimur einingum, Grænuhlíð og Lerkihlíð.

 

 

Dagþjálfun Grænuhlíð

Alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00.


Dagþjálfun Lerkihlíð

Allan sólarhringinn.

Dagþjálfun frá kl. 08:00 -16:00.

Sveigjanleg viðvera í boði eftir þörfum á kvöldin, yfir helgi og rauða daga.

Fastir liðir í dagþjálfun eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk.  Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta sér þjálfunina, getur verið frá einum degi upp í alla daga vikunnar.

Forstöðumaður dagþjálfunar Hlíð, iðju- og félagsstarfs:

Ingi Þór Ágústsson

Netfang: ingith@hlid.is

Hægt er að sækja um dagþjálfun á rafrænu formi. Smelltu hér til þess að sækja um

Haft verður samband við umsækjendur en til að fá nánari upplýsingar um stöðu umsóknar er hægt að senda tölvupóst á:

Sigurlaug Ýr Sveinbjörnsdóttir

Netfang: sigurlaugyr@hlid.is

 

Til að fá nánari upplýsingar um dagþjálfun Hlíð er einnig hægt að hafa samband við:

Dagþjálfun Grænuhlíð

Harpa Dögg Sigurðardóttir 

Sími: 460-9201 

Netfang: harpadogg@hlid.is 

 

Dagþjálfun Lerkihlíð 

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir 

Sími: 460-9111 

Netfang: ingunne@hlid.is 

Opnunartími

Hvernig sótt er um dagþjálfun

 

Þjónusta við notendur dagþjálfunar

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri o.fl. Þá hafa gestir í dagþjálfunar aðgang að ýmissi annarri þjónustu hér á Hlíð, til að mynda:

Sjúkraþjálfun


Hægt er að fá sjúkraþjálfun að fenginni tilvísun frá lækni. Við sjúkraþjálfunina starfa sjúkraþjálfarar frá Eflingu og þar er ágæt aðstaða til æfinga.
Hreyfing


Léttir leikfimitímar eru daglega kl. 11:30. Farið er í gönguferðir tvisvar á dag og sundferðir eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.
Iðjuþjálfun


Boðið er upp á iðjuþjálfun við dagþjálfunina. Markmið iðjuþjálfunarinnar er að viðhalda og efla færni notenda við iðju.
Hvíldaraðstaða


Aðstaða er í góðum hægindastólum fyrir þá sem þess óska.
Bað


Aðstaða er til að fara í sturtu fyrir þá sem ekki geta nýtt sér aðstöðu heima fyrir.
Önnur þjónustustarfssemi


Eftirfarandi aðilar eru með aðstöðu fyrir starfsemi sína á Hlíð: Fótaaðgerðastofa Berglindar Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega. Hárstúdíó Hafdísar Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.
Matur


Í boði er morgunmatur, hádegisverður og síðdegiskaffi. Léttur kvöldverður er í boði fyrir þá sem eru með viðveru á þeim tíma.
Akstur


Ferliþjónusta Akureyrarbæjar auk leigabíla sjá um akstur í og úr dagþjálfun.

Kostnaður

Gestir dagþjálfunar greiða 1.281 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur, fæði og þjónusta. Rafrænir reikningar eru sendir út mánaðarlega úr banka 370. Reikninga má nálgast í heimabanka og mælt er með beingreiðslusamning viðskiptabankanna. Útprentaða reikninga er einnig hægt að nálgast hjá starfsfólki skrifstofunnar í Hlíð.

Reglur um dagþjálfun aldraðra