top of page
Hjukrunarheimilin.jpg
Dagþjálfun

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima.  Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun.  Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni til öryggis og vellíðan.

Fastir liðir í dagþjálfun eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi og handverk.  Viðvera er allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.

 

Þjónusta við notendur dagþjálfunar

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri o.fl. Þá hafa gestir í dagþjálfunar aðgang að ýmissi annarri þjónustu hér á Hlíð, til að mynda:

Þjónusta við gesti dagþjálfunar

Kostnaður

Gestir dagþjálfunar greiða 1.453 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur, fæði og þjónusta. Rafrænir reikningar eru sendir út mánaðarlega úr banka 370. Reikninga má nálgast í heimabanka og mælt er með beingreiðslusamning viðskiptabankanna. Útprentaða reikninga er einnig hægt að nálgast hjá starfsfólki skrifstofunnar í Hlíð.

Hvernig sótt er um dagþjálfun


Hægt er að sækja um dagþjálfun á rafrænu formi. Smelltu hér til þess að sækja um

Haft verður samband við umsækjendur en til að fá nánari upplýsingar um stöðu umsóknar er hægt að senda tölvupóst á:

Erla Björk Helgadóttir

Sími: 460-9191

Netfang: erlah@hlid.is

 

Til að fá nánari upplýsingar um dagþjálfun Hlíð er einnig hægt að hafa samband við:

Dagþjálfun Grænuhlíð

Harpa Dögg Sigurðardóttir 

Sími: 460-9219 / 614-9214 

Netfang: harpadogg@hlid.is 

Footer
bottom of page