Hjukrunarheimilin.jpg
 

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan.

 

Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.

Opnunartími

Dagþjálfunin í Hlíð er opin alla virka daga frá kl. 8-16.  

Möguleiki er á sveigjanlegri viðveru eftir þörfum á kvöldin, yfir helgi, og rauða daga. 

 

Þjónusta við gesti dagþjálfunar

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri o.fl. Þá hafa gestir í dagþjálfunar aðgang að ýmissi annarri þjónustu hér á Hlíð, til að mynda:


Sjúkraþjálfun: Hægt er að fá sjúkraþjálfun að fenginni tilvísun frá lækni. Við sjúkraþjálfunina starfa sjúkraþjálfarar frá Eflingu og þar er ágæt aðstaða til æfinga. Heitur pottur er á staðnum. Hreyfing: Léttir leikfimitímar eru daglega kl. 11:15. Farið er í gönguferðir tvisvar á dag og sundferðir eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Iðjuþjálfun: Boðið er upp á iðjuþjálfun við dagþjálfunina. Markmið iðjuþjálfunarinnar er að viðhalda og efla færni notenda við iðju. Hvíldaraðstaða: Aðstaða er í góðum hægindastólum fyrir þá sem þess óska. Bað: Aðstaða er til að fara í sturtu fyrir þá sem ekki geta nýtt sér aðstöðu heima fyrir. Þá eru eftirfarandi aðilar með aðstöðu fyrir starfsemi sína á Hlíð: Fótaaðgerðastofa Berglindar er með aðstöðu á Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega. Hárstúdíó Hafdísar í Hlíð er með aðstöðu í Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

Kostnaður

Gestir dagþjálfunar greiða 1.281 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur og fæði. Greiðsla er innheimt með gíróseðlum sem sendir eru út mánaðarlega.

Akstur

Ferliþjónusta Akureyrarbæjar auk leigabíla sjá um akstur í og úr dagþjálfun. 

Matur

Í boði er morgunmatur, hádegisverður og síðdegiskaffi. Léttur kvöldverður er í boði þá sem eru með viðveru á þeim tíma. 

Hvernig sótt er um þjónustu

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir 


Nánari upplýsingar um dagþjálfun veita: 

Harpa Dögg Sigurðardóttir 

Sími: 460-9201 

Netfang: harpadogg@hlid.is 

  

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir 

Sími: 460-9111 

Netfang: ingunne@hlid.is 

Reglur um dagþjálfun aldraðra