Fara á efnissvæði

Hugmyndafræði

Heilsuvernd Hjúkrunarheimilin starfa eftir Eden hugmyndafræðinni. Áhersla er lögð á vellíðan íbúa, umhyggju, virðingu, sammvinnu og gleði. 

Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á að skapa aðstæður fyrir innihaldsríkt líf þar sem íbúar fá tækifæri til þátttöku. 

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru oft meginástæður vanlíðunar íbúa hjúkrunarheimila en með Eden hugmyndafræðinni eru skapaðar aðstæður til að vinna gegn þeim.

Stuðlað er þannig að velllíðan íbúa og að þeir lifi innihalds- og tilgangsríku lífi. Áhersla er lögð á fjölbreytileika í daglegu lífi til að auðga líf hvers og eins. 

Grunnreglur Eden Alternative hugmyndafræðinnar:

  • Heilsuvernd Hjúkrunarheimili vilja skapa aðstæður þar sem góð og eflandi tengsl eru í fyrirrúmi. 
  • Ráð við einmanaleika er kærleiksríkur og náinn félagsskapur. Aldraðir verðskulda að hafa auðveldan aðgang að samfélagi við menn, plöntur og dýr. 
  • Ráð við vanmáttarkennd er að skapa tækifæri fyrir íbúa til að veita umhyggju en ekki einungis þiggja hana. Flestir hafa þörf fyrir að finna að þeir geri gagn. 
  • Ráð við leiða er að skapa umhverfi sem fyllt er tilbreytingu. Það er mikilvægt að grípa tækifærin sem gefast fyrir óvænta og ánægjulega atburði og uppákomur.

Gildi Heilsuvernd Hjúkrunarheimilanna eru grundvölluð á Eden hugmyndafræðinni:

Umhyggja - Virðing - Samvinna - Gleði

Umhyggja felst í virðingu fyrir manneskjunni sjálfri, sjálfstæði hennar og velferð, sem endurspeglast í góðri samvinnu milli starfsfólks, íbúa, aðstandenda og annarra notenda þjónustunnar. Gleðin er í senn uppspretta og afrakstur uppbyggilegra samskipta. Augnablikið er tækifæri sem er mikilvægt að nýta.