Fara á efnissvæði

Iðju- og félagsstarf

Iðju- og félagsstarfið er staðsett bæði í Hlíð og Lögmannshlíð. Þar er unnið markvisst bæði í hóp og á einstaklingsgrundvelli að styðja við einstaklinginn til að geta sinnt þeirri iðju sem honum er mikilvæg.

Markmið iðju- og félagsstarfs er að viðhalda getu og auka færni við iðju með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun. Skapa tækifæri fyrir hvern og einn til að stunda þá iðju sem er honum mikilvæg og hann hefur áhuga á. Leitast er við að vinna einstaklingsmiðað þannig að þarfir hvers og eins séu hafðar að leiðarljósi.

Starfsfólk sinnir bæði einstaklingum og hópum og vinnur að því að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Í boði eru sérúrræði fyrir einstaklinga með heilabilun sem nefnist sólskinsklúbbur, þar er unnið nánar með sálfélagslega nálgun. 

Fjölbreytt iðju- og félagsstarf

Fjölbreytt starf er í boði, þar má nefna, endurminningarhópa, vax og slökun, bingó, gönguhópa, hreyfistundir og margskonar klúbbastarf s.s. karlaklúbb, bókaklúbb, ljóðaklúbb, handverksklúbb og fleira.

Einu sinni í mánuði er kráarkvöld þar sem íbúar og aðstandendur koma saman og skemmta sér við lifandi tónlist.

Guðsþjónusta er einu sinni í mánuði og samvera presta er einn mánudag í mánuði.

Reglulega er boðið upp á fjölbreyttar skemmtanir og tökum við vel á móti þeim sem hafa áhuga á að bjóða upp á slíkt fyrir íbúa og notendur. 

Lykilorðin í félagsstarfinu eru:

  • Að auka vellíðan 
  • Að lifa lífinu lifandi
  • Að skapa tilbreytingu í daglegt líf
  • Að rækta manninn 
  • Að auka lífsgæði og gera dagana innihaldsríka og skemmtilega
  • Að vera jákvæð/ur  

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna