Fara á efnissvæði

Mötuneyti

Í Hlíð er rekið mötuneyti Heilsuvernd Hjúkrunarheimila. Í eldhúsinu er matreiddur hollur og fjölbreyttur matur, auk þess sérfæðis sem þörf er á, á hverjum tíma. 

Matseðill vikunnar

Hér er hægt að sjá matseðil vikunnar* sem er á boðstólum fyrir íbúa, starfsfólk og þá einstaklinga sem fá heimsendan mat.

*Réttur til breytinga á matseðli er áskilinn ef aðstæður leyfa ekki annað.

Leitast er við að framleiða heimilislegan mat sem hentar flestum.

Í mötuneytinu er eldaður allur matur fyrir íbúa Hlíðar og getur það starfsfólk sem vill keypt sér mat. Auk þess er eldaður hádegisverður fyrir íbúa Lögmannshlíðar.