Fara á efnissvæði

Stoðþjónusta

Á Heilsuvernd Hjúkrunarheimili er í boði fjölbreytt þjónusta sem gerir dagana innihaldsríka og skemmtilega. Þar sem markmiðið er að auka lífsgæði, efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan.

Felagslif-dansa

Iðju- og félagsstarf

Iðju- og félagsstarfið er staðsett bæði í Hlíð og Lögmannshlíð. Þar er unnið markvisst bæði í hóp og á einstaklingsgrundvelli að styðja við einstaklinginn til að geta sinnt þeirri iðju sem honum er mikilvæg.

Iðjuþjálfun

Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda getu og auka færni íbúa við allt það sem skiptir þá máli að gera.

Sjúkraþjálfun

Á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er veitt sjúkraþjálfun fyrir íbúa Hlíðar, Lögmannshlíðar og dagþjálfunargesti. 

Mötuneyti

Í Hlíð er rekið mötuneyti Heilsuvernd Hjúkrunarheimila. Í eldhúsinu er matreiddur hollur og fjölbreyttur matur, auk þess sérfæðis sem þörf er á, á hverjum tíma. 

Heimsendur matur

Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar einnig um helgar og hátíðisdaga og er honum ekið til einstaklinga.

Önnur þjónusta

Á Hlíð er starfrækt þvottahús sem sér um alla þvott hússins. Í anddyrinu er lítið kaupfélag sem opið er alla daga. Þar eru hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa sem íbúar og dagþjálfunargestir geta nýtt sér gegn greiðslu.