Fara á efnissvæði
Taka-upp-kartoflur

Iðjuþjálfun

Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda getu og auka færni íbúa við allt það sem skiptir þá máli að gera.

Iðjuþjálfar Heilsuvernd hjúkrunarheimilanna vinna samkvæmt hugmyndafræði iðjuþjálfunar og hugmyndafræði Eden sem innleidd hefur verið á hjúkrunarheimilin.

Hverjum og einum er mikilvægt að stunda iðju sem hann hefur áhuga á og er lögð áhersla á að skapa tækifæri til þátttöku með því að aðlaga umhverfið eða afþreyinguna.

Iðjuþjálfar sinna bæði einstaklingum og hópum og er leitast við að vinna einstaklingsmiðað þannig að þarfir hvers og eins séu hafðar að leiðarljósi.

Þeir stýra starfi Lífsneistans sem er sértækt úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun. Þar er unnið nánar að því að auka félagslega, tilfinningalega og sálræna vellíðan einstaklinga með heilabilun.

Iðjuþjálfi sér einnig um að meta þörf fyrir hjálpartæki . Panta þau, stilla og aðlaga eftir þörfum hvers og eins og kenna á þau ef þarf.

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna