Fara á efnissvæði

Önnur þjónusta

Á Hlíð er starfrækt þvottahús sem sér um alla þvott hússins. Í anddyrinu er lítið kaupfélag sem opið er alla daga. Þar eru hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa sem íbúar og dagþjálfunargestir geta nýtt sér gegn greiðslu.

Þvottahús

Þvottahús Heilsuvernd Hjúkrunarheimila er staðsett í Hlíð. Þar er þvegið allt lín Hlíðar. Persónulegur fatnaður íbúa Hlíðar er einnig þveginn þar, að undanskildum persónulegum fatnaði þeirra einstaklinga sem koma í tímabundnadvöl. Annar þvottur er þveginn á hverju heimili.

Á ársgrundvelli eru þvegin um 120 tonn af þvotti í þvottahúsinu.

Hárstúdíó Hafdísar

Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir hárgreiðslumeistari þjónustar Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og að auki fólk utan úr bæ. Boðið er upp á alla almenna hársnyrtingu fyrir dömur og herra. Greitt er fyrir þjónustuna.

Opnunartímar í Hlíð:  Þriðjudaga til fimmtudaga.
Opnunartímar í Lögmannshlíð: Mánudaga 
Tímapantanir eru í síma: 849-8854.

Fótaaðgerðarstofa Berglindar

Berglind Jónsdóttir fótaaðgerðafræðingur þjónustar íbúa Heilsuvernd Hjúkrunarheimila og að auki fólk utan úr bæ. Greitt er fyrir þjónustuna.
Pantanir í síma, 854-1101.
 

Verslun

Lítið kaupfélag er starfrækt í anddyri Hlíðar.

Opnunartími
Mánudaga - fimmtudaga milli 8:00 - 15:00 og föstudaga milli 8:00 - 13:00.

Í kaupfélaginu er hægt að versla allskyns nauðsynjavörur, s.s. sjampó, batterý, krem, hársprey og gotterý.