Hlid-hjukrunarh.jpeg
 

eden hugmyndafræðin

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru oft meginástæður vanlíðunar íbúa hjúkrunarheimila. Því er mikilvægt að skapa aðstæður þar sem lífið snýst um náin samskipti, tengsl og óvæntar uppákomur.

 

Áhersla er lögð á fjölbreytileika til að auðga daglegt líf hvers og eins. Til að ná þessum markmiðum er unnið eftir Eden hugmyndafræðinni á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilinum.

Grunnreglur Eden Alternative hugmyndafræðinnar

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru megin ástæður vanlíðunar meðal fólks sem býr á hjúkrunarheimilum.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili vilja skapa aðstæður þar sem lífið snýst um stöðug og náin samskipti og tengsl.

 

Ráð við einmanaleika er kærleiksríkur og náinn félagsskapur. Aldraðir verðskulda að hafa auðveldan aðgang að samfélagi við menn, plöntur og dýr.

Ráð við vanmáttarkennd er að skapa tækifæri fyrir íbúa til að veita umhyggju en ekki einungis þiggja hana. Flestir hafa þörf fyrir að finna að þeir geri gagn.

 

Ráð við leiða er að skapa umhverfi sem fyllt er tilbreytingu. Það er mikilvægt að grípa tækifærin sem gefast fyrir óvænta og ánægjulega atburði og uppákomur.

Framkvæmdaráð Eden 

Á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er starfandi Eden ráð sem í situr áhugasamt starfsfólk frá öllum heimilum, svo kallaðir Eden tenglar ásamt stjórnendum. Markmið ráðsins er að efla og styðja við starfsemina sem grundvallast á Eden hugmyndafræðinni.


Til að vinna markvisst að Eden ferðalaginu eru Eden tenglar mikilvægir á hverju heimili. Þeir eru áhugasamir, hafa reynslu og þekkingu á hugmyndafræðinni. Eru færir í mannlegum samskiptum og ná vel til annarra. Eru hvetjandi og jákvæðir. Þeir bera ábyrgð á að efla og viðhalda Eden hugmyndafræðinni á sínu heimili og að vera virkir þátttakendur í Eden ferðalaginu.

Nánar um hugmyndafræðina

Fræðsluefni


Hér má finna ýmis fræðsluefni og viðtöl sem tengjast Eden hugmyndafræðinni Bæklingur um Eden hugmyndafræðina Hér má sjá Eden ferðalagið á Öldrunarheimilum Akureyrar (2006-2016) Viðtal við Allan Power og Rannveigu Guðnadóttur um Eden stefnuna. Heimasíða: Eden Alternative á Íslandi. Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð og Eden hugmyndafræði Klara Jenný Arnbjörnsdóttir Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð og Eden hugmyndafræðin. Grein Klöru Jennýjar Arnbjörnsdóttur deildarstjóra í Lögmannshlíð sem birtist í 2.tbl. 22. árg. 2013. Fræðsludagur á ÖA
17. nóv. 2014 var efnt til fræðsludags þar sem kynnt voru fjögur rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið við Öldrunarheimili Akureyrar á síðustu mánuðum. Sú nýbreytni var að þessu sinni að fyrirlestrarnir voru teknir upp og tók N4 að sér myndvinnsluna. Fyrirlesarar og verkefnin voru: Friðný Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur kynnti BS verkefni sitt „Innleiðing Eden hugmyndafræðinnar á Öldrunarheimili Akureyrar“. Guðlaug Á. Gunnarsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir og Silja Jóhannesdóttir, kynntu verkefni sitt „Reynsla aðstandenda af persónumiðaðri umönnun aldraðra ástvina á hjúkrunarheimili“. María Guðnadóttir, nemi í lýðheilsufræðum, kynnti Nýsköpunarsjóðsverkefni sitt „Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á Öldrunarheimilum Akureyrar“. Málstofa var haldin í Samkomusalnum í Hlíð og fundarstjóri var Árún Sigurðardóttir, prófessor og forseti Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Sumarið 2014 vann María Guðnadóttir meistaranemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, að rannsókn í kjölfar fyrri athugana, á upplifun íbúa af hlýleika á ÖA. Verkefnið var "nýsköpunarverkefni" sem hlaut fjárstuðning Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Verkefni-Eden hugmyndafræðin
Lyklar vellíðunar


Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á sjö meginþætti vellíðunar; sjálfsmynd, tengsl, öryggi, þroska, tilgang, sjálfstæði og loks gleði. Bæklingur um Lykla vellíðunar tekur á því hvernig hægt er að nýta lyklana til að greina hvaða meginþátt vellíðunar er ekki fullnægt og hvað hægt er að gera til að styrkja einstaklinginn til vellíðunar. Á Heilsuvernd hjúkrunarheimilinum er unnið markvisst með vellíðunarlyklanna útfrá hugmyndafræði Eden Alternative og Þjónandi leiðsagnar með þeim tilgangi að styrkja og efla íbúa, starfsmenn, vini og ættingja og auka lífsgæði þeirra. Sækja bækling: Lyklar vellíðunar