top of page
Hlid-hjukrunarh.jpeg
Eden hugmyndafræðin

eden hugmyndafræðin

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru oft meginástæður vanlíðunar íbúa hjúkrunarheimila. Því er mikilvægt að skapa aðstæður þar sem lífið snýst um náin samskipti, tengsl og óvæntar uppákomur.

 

Áhersla er lögð á fjölbreytileika til að auðga daglegt líf hvers og eins. Til að ná þessum markmiðum er unnið eftir Eden hugmyndafræðinni á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilinum.

Grunnreglur Eden Alternative hugmyndafræðinnar

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru megin ástæður vanlíðunar meðal fólks sem býr á hjúkrunarheimilum.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili vilja skapa aðstæður þar sem lífið snýst um stöðug og náin samskipti og tengsl.

 

Ráð við einmanaleika er kærleiksríkur og náinn félagsskapur. Aldraðir verðskulda að hafa auðveldan aðgang að samfélagi við menn, plöntur og dýr.

Ráð við vanmáttarkennd er að skapa tækifæri fyrir íbúa til að veita umhyggju en ekki einungis þiggja hana. Flestir hafa þörf fyrir að finna að þeir geri gagn.

 

Ráð við leiða er að skapa umhverfi sem fyllt er tilbreytingu. Það er mikilvægt að grípa tækifærin sem gefast fyrir óvænta og ánægjulega atburði og uppákomur.

Framkvæmdaráð Eden 

Á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er starfandi Eden ráð sem í situr áhugasamt starfsfólk frá öllum heimilum, svo kallaðir Eden tenglar ásamt stjórnendum. Markmið ráðsins er að efla og styðja við starfsemina sem grundvallast á Eden hugmyndafræðinni.


Til að vinna markvisst að Eden ferðalaginu eru Eden tenglar mikilvægir á hverju heimili. Þeir eru áhugasamir, hafa reynslu og þekkingu á hugmyndafræðinni. Eru færir í mannlegum samskiptum og ná vel til annarra. Eru hvetjandi og jákvæðir. Þeir bera ábyrgð á að efla og viðhalda Eden hugmyndafræðinni á sínu heimili og að vera virkir þátttakendur í Eden ferðalaginu.

Footer
bottom of page