Hjúkrunar- og dvalarheimilið

hlíð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð er elst af hjúkrunarheimilunum. Í upphafi hét heimilið Elliheimili Akureyrar og var byggt af Akureyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðin. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar.

 

Fyrstu heimilismenn voru 7 og var yfirlýstur tilgangur með rekstri heimilisins að veita öldruðu fólki á Akureyri heimilisvist með svo vægum kjörum sem unnt var.

Frá þeim tíma hefur heimilið stækkað og breyst, en í elsta hluta húsnæðisins í Hlíð eru einbýli lítil og nokkrir íbúar um hverja snyrtingu.

Í dag geta búið allt að 137 íbúar í Hlíð að með töldum íbúum í raðhúsum sunnan Hlíðar. Þar af eru rými fyrir 17 einstaklinga í tímabundinni dvöl og hvíldardvöl, sem frá áramótum 2019 var breytt að hluta í dagþjálfun og því eru í dag starfrækt 7-10 tímabundin rými.

Forstöðumaður hjúkrunar Hlíð            
Bryndís Björg Þórhallsdóttir            
Sími:    460-9103         
Netfang:    bryndisbjorg@hlid.is         

Í Hlíð eru 9 heimili auk raðhúsa:

Aspar- og Beykihlíð


Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð. Aðstoðarforstöðumaður Linda Björk Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Beinn sími: 460-9161 Netfang: lindabj@hlid.is Símanúmer Aspar- og Beykihlíðar: Beinn sími: 460-9160 / 460-9163 Læknir: Óttar Ármannsson Iðjuþjálfi: Ester Einarsdóttir
Eini- og Grenihlíð


Heimilin Eini- og Grenihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð. Aðstoðarforstöðumaður: Katrín Olsen Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur Beinn sími: 460-9171 Netfang: katrino@hlid.is Símanúmer Eini- og Grenihlíðar: Beinn sími: 460-9170 / 460-9173 Læknir: Óttar Ármannsson. Iðjuþjálfi: Ester Einarsdóttir.
Reyni- og Skógarhlíð


Í Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar, 9 íbúar í Skógarhlíð og 10 íbúar í Reynihlíð. Aðstoðarforstöðumaður: Vera Dögg Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur Beinn sími: 460-9131 Netfang: vera@hlid.is Reynihlíð, sími: 460-9124 Skógarhlíð, sími: 460-9127 Læknir: Óttar Ármannsson Iðjuþjálfi: Thelma Björg Sigurðardóttir
Víði- og Furuhlíð og raðhús


Víðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu. Furuhlíð er á tveimur hæðum, 2. hæð og 3. hæð. Sameiginleg borð- og setustofu er á 3. hæð. Íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð. Í raðhúsunum búa 10 íbúar. Þar eru 8 einstaklingsíbúðir og 2 hjónaíbúðir. Að auki eru þar 2 íbúðir sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir. Aðstoðarforstöðumaður: Guðlaug Linda Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur Beinn sími: 460-9229 Netfang: gudlaug@hlid.is Víðihlíð og raðhús, sími: 460-9150. Furuhlíð, sími: 460-9156. Læknir: Óttar Ármannsson
Iðjuþjálfi: Thelma Björg Sigurðardóttir