
hugmyndafræði og stefna
Stefna Heilsuvernd Hjúkrunarheimila (áður Öldrunarheimili Akureyrarbæjar) er samofin stefnu Akureyrarbæjar um þjónustu og starfsmannamál sbr. Þjónustustefnu, Mannauðsstefnu og Jafnréttisáætlun. Allir þættir í starfsemi hjúkrunarheimilanna stefna markvisst að því að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins og að veita ávallt bestu mögulegu þjónustu með sérstaka áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.
Gildi Heilsuvernd Hjúkrunarheimilanna eru grundvölluð á Eden hugmyndafræðinni:
Umhyggja - Virðing - Samvinna - Gleði.
Umhyggja felst í virðingu fyrir manneskjunni sjálfri, sjálfstæði hennar og velferð, sem endurspeglast í góðri samvinnu milli starfsfólks, íbúa, aðstandenda og annarra notenda þjónustunnar. Gleðin er í senn uppspretta og afrakstur uppbyggilegra samskipta. Augnablikið er tækifæri sem er mikilvægt að nýta.