Fara á efnissvæði

Að flytja inn

Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun. Það er farsælasta leiðin til að stuðla að góðri aðlögun, öryggi og vellíðan. 

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili eru staðsett í Hlíð og Lögmannshlíð. Heimilin eru rekin fyrir alls 182 íbúa og þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 7 og 21 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl.

Hlíð

Hlíð er elst af hjúkrunarheimilunum. Í upphafi hét heimilið Elliheimili Akureyrar og var byggt af Akureyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðin. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Lögmannshlíð

Lögmannshlíð er hjúkrunarheimili að Vestursíðu 9 í Glerárhverfi sem tekið var í notkun árið 2012. Lögmannshlíð er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem hannað er í anda Eden hugmyndafræðinnar og umgjörð heimilisins styður við og styrkir aukin lífsgæði íbúa sem þar búa.

Sækja um dvöl

Markmið Heilsuvernd Hjúkrunarheimilisins er að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.  

Nýr íbúi

Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun. Það er farsælasta leiðin til að stuðla að góðri aðlögun, öryggi og vellíðan.