top of page
Idjuthjalfun.jpg

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um þjónustu

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir 

Hjúkrunarheimilin

iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar Heilsuvernd hjúkrunarheimilanna vinna samkvæmt hugmyndafræði iðjuþjálfunar sem og hugmyndafræði Eden og Þjónandi leiðsagnar, sem innleiddar hafa verið á hjúkrunarheimilin.

Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega getu íbúa með markvissri íhlutun. Áherslan liggur á að rjúfa einangrun, aðlaga umhverfi þannig að hægt sé að skapa þeim tækifæri til að takast á við verk og viðfangsefni sem hverjum og einum eru mikilvæg, liggja innan áhugasviðs þeirra og veita íbúum gleði og lífsfyllingu. Iðjuþjálfar sinna bæði einstaklingsíhlutun og hópastarfi. Leitast er eftir að vinna einstaklingsmiðað þannig að þarfir hvers og eins séu hafðar að leiðarljósi. 

Iðjuþjálfar stýra einnig starfi Lífsneistans sem er sértækt úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun. Þar er unnið nánar að því að auka félagslega, tilfinningalega og sálræna vellíðan einstaklinga með heilabilun.

Iðjuþjálfi sér einnig um að meta þörf fyrir hjálpartæki. Panta þau, stilla og aðlaga eftir þörfum hvers og eins og kenna á þau ef þarf.

Iðjuþjálfar heimilisins:
Ester Einarsdóttir, deildastjóri iðju- og félagsstarf Hlíð, netfang: estere@hlid.is

Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, iðju - og félagsstarf Hlíð, netfang: johannamg@hlid.is

Harpa Hannesdóttir, dagþjálfun Grænahlíð, netfang: harpahannesar@hlid.is

Petra Sif Stefánsdóttir, dagþjálfun Grænahlíð, netfang: petrasif@hlid.is 

Björg Jónína Gunnarsdóttir, iðju- og félagsstarf Lögmannshlíð, netfang: bjorgj@hlid.is

Heiða Björg Kristjánsdóttir, iðju - og félagsstarf Lögmannshlíð, netfang: heidak@hlid.is 

Footer
bottom of page