Lögmannshlíð

Lögmannshlíð er glæsilegt hjúkrunarheimili að Vestursíðu 9 í Glerárhverfi. Það var tekið í notkun 1. október 2012 en þá fluttu 45 aldraðir íbúar úr afar óhentugu húsnæði í Kjarnalundi og Bakkahlíð í nýja hjúkrunarheimilið - í bestu aðstæður sem völ er á, á nútíma hjúkrunarheimili.

Akureyrarbær annaðist hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH er arkitekt hússins en hún kynnti sér sérstaklega Eden hugmyndafræðina sem unnið er eftir í Lögmannshlíð. Var húsinu valinn staður og byggingin hönnuð með tilliti til þeirrar hugmyndafræði. Byggingafyrirtækið SS Byggir sá um byggingu hússins og var byggingartíminn aðeins rúmt ár.

Lögmannshlíð er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem hannað er í anda Eden-hugmyndafræðinnar þannig að aðstæður á heimilinu styðja og styrkja vinnu við hugmyndafræðina.

 

Hjúkrunarheimilið er 3.375 fermetrar að stærð og samanstendur af 5 stórum einbýlishúsum, heimilum fyrir 9 íbúa hvert.

 

Heimilin heita; Bandagerði, Kollugerði, Árgerði, Melgerði og Sandgerði. Nöfnin hafa sögulega skírskotun á þessu svæði og var Lögmannshlíð hið forna höfuðból. Hvert heimili er tiltölulega fámennt og því auðveldara að skapa góðan heimilisanda.

 

Á hverju heimili er afar gott einkarými eða 36 fermetra íbúð með stórri og góðri snyrtingu og góðri aðstöðu fyrir nauðsynleg hjálpartæki. Sér útiaðstaða fylgir hverri íbúð. Þegar íbúar fara út úr íbúðum sínum koma þeir beint í sameiginlegar stofur, borðstofur og eldhús. Í miðhúsi er samkomusalur, félagsstarf, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, hár- og fótsnyrting o.fl. Einnig er mjög góð sameiginleg aðstaða í útigörðum bæði inn á milli húsa og í kringum húsin. Heimilið er í grónu hverfi, allt á einni hæð og því auðvelt aðgengi út í náttúruna. Í næsta nágrenni er leikskóli, skóli, kirkja og íbúðabyggð.

 

Forstöðumaður Lögmannshlíðar er:

Þóra Sif Sigurðardóttir (starfandi hjúkrunarforstjóri á Hlíð).

Netfang: thorasif@hlid.is 

 

Aníta Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur starfandi forstöðumaður í Lögmannshlíð.

Netfang: anitam@hlid.is

Símanúmer: 460 9266

 

Læknir: Ragnheiður Halldórsdóttir.

 

Beinn sími á heimilin:

Árgerði: 460 9250

Bandagerði: 460 9252

Kollugerði: 460 9255

Melgerði: 460 9257

Sandgerði: 460 9259