
Mannauður
Starfsmenn við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili eru alls um 320 í um 200 stöðugildum. Starfsmenn eru með margs konar menntun og er lögð áhersla á tilboð um fjölbreytta endurmenntun sem stendur öllum starfsmönnum til boða.
Hjúkrunarheimilunum hefur fylgt mikið starfsmannalán í gegnum tíðina og er svo enn. Margir starfsmannanna hafa starfað á heimilunum í 1-2 áratugi og skapast við það stöðugleiki og reynsla sem er íbúum og þjónustunni mjög mikilvæg.
Vonast er til þess að starfsmannalán muni áfram fylgja heimilunum og að hjúkrunarheimilin verði með endurbættu húsnæði hinn ákjósanlegasti vinnustaður þar sem fagþekking, verkkunnátta og þjónustulund mun þróast í samræmi við sett markmið og stefnur.
Um símanúmer og netföng yfirmanna á einstökum heimilum vísast til viðkomandi heimila og þjónustuþátta.
-
Aspar- og BeykihlíðHeimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
-
Eini- og GrenihlíðHeimilin Eini- og Grenihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
-
Reyni- og SkógarhlíðÍ Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar, 9 íbúar í Skógarhlíð og 10 íbúar í Reynihlíð.
-
Víði- og Furuhlíð og raðhúsVíðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu. Furuhlíð er á tveimur hæðum, 2. hæð og 3. hæð. Sameiginleg borð- og setustofu er á 3. hæð. Íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð. Í raðhúsunum búa 10 íbúar. Þar eru 8 einstaklingsíbúðir og 2 hjónaíbúðir. Að auki eru þar 2 íbúðir sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir.
Skipurit

-
Aspar- og BeykihlíðHeimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
-
Eini- og GrenihlíðHeimilin Eini- og Grenihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.
-
Reyni- og SkógarhlíðÍ Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar, 9 íbúar í Skógarhlíð og 10 íbúar í Reynihlíð.
-
Víði- og Furuhlíð og raðhúsVíðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu. Furuhlíð er á tveimur hæðum, 2. hæð og 3. hæð. Sameiginleg borð- og setustofu er á 3. hæð. Íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð. Í raðhúsunum búa 10 íbúar. Þar eru 8 einstaklingsíbúðir og 2 hjónaíbúðir. Að auki eru þar 2 íbúðir sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir.