Hlid-hjukrunarh.jpeg
 

Mannauður

Starfsmenn við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili eru alls um 320 í um 200 stöðugildum. Starfsmenn eru með margs konar menntun og er lögð áhersla á tilboð um fjölbreytta endurmenntun sem stendur öllum starfsmönnum til boða.

Hjúkrunarheimilunum hefur fylgt mikið starfsmannalán í gegnum tíðina og er svo enn. Margir starfsmannanna hafa starfað á heimilunum í 1-2 áratugi og skapast við það stöðugleiki og reynsla sem er íbúum og þjónustunni mjög mikilvæg.

Vonast er til þess að starfsmannalán muni áfram fylgja heimilunum og að hjúkrunarheimilin verði með endurbættu húsnæði hinn ákjósanlegasti vinnustaður þar sem fagþekking, verkkunnátta og þjónustulund mun þróast í samræmi við sett markmið og stefnur.

Um símanúmer og netföng yfirmanna á einstökum heimilum vísast til viðkomandi heimila og þjónustuþátta.

 

Hér má sjá skýrslu um markvissa uppbyggingu starfsmanna hjúkrunarheimilanna

Mannauðstefna

Starfsmannahandbók

Laus störf

Stjórnendur Heilsuvernd Hjúkrunarheimilanna

Stjórnendur - Skrifstofa


Teitur Guðmundsson
Framkvæmdastjóri

Netfang: teitur@hv.is
Elín Hjálmsdóttir Mannauðsstjóri Netfang: elin@hv.is Þóra Sif Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar Sími: 460-9103 Netfang: thorasif@hlid.is
Lúðvík Freyr Sæmundsson
Rekstrarstjóri
Sími: 460-9104
Netfang: ludvik@hlid.is
Dagþjálfun, iðju- og félagsstarf


Forstöðumaður Ingi Þór Ágústsson Sími: 460-9131
Netfang: ingith@hlid.is Ester Einarsdóttir Skrifstofa iðju- og félagsstarfs Sími: 460-9205 Netfang: estere@hlid.is Harpa Dögg Sigurðardóttir Grænuhlíð dagþjálfun Sími: 460-9201 Netfang: harpadogg@hlid.is Ingunn Eir Eyjólfsdóttir Lerkihlíð dagþjálfun Sími: 460-9111 Netfang: ingunne@hlid.is
Mötuneyti


Magnús Örn Friðriksson Matreiðslumeistari Sími: 460-9180
Netfang: magnusorn@hlid.is
Forstöðumenn


Bryndís Björg Þórhallsdóttir
Forstöðumaður hjúkrunar Hlíð
Sími: 460-9229
Netfang: bryndisbjorg@hlid.is


Jóhanna Berglind Bjarnadóttir Forstöðumaður hjúkrunar Lögmannshlíð
Sími: 460-9171
Netfang: johannabb@hlid.is

Vinnuvernd og öryggismál

Vinnuvernd og öryggismál


Vinnuveitendum ber að uppfylla ýmis lög og reglur er varða vinnuvernd á vinnustað, sjá nánar hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/vinnuvernd Öryggisnefnd Heilsuvernd Hjúkrunarheimilanna
Öryggistrúnaðarmenn: Kristlaug María Valdimarsdóttir fyrir Eini- og Grenihlíð og Aspar- og Beykihlíð, Eva H. Magnúsdóttir fyrir Víði- og Furuhlíð, Andreea Georgiana Lucaci fyrir Austurhlíðar og Kristín Brynja Árnadóttir fyrir Lögmannshlíð. Öryggisverðir: Björg Jónína Gunnarsdóttir. Eldvarnareftirlitsmenn: Hallur Baldursson og Lúðvík Freyr Sæmundsson. Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn, öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn. Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári og setur fundargerðir á sameiginlegt drif Öldrunarheimila Akureyrar sem er aðgengilegt starfsfólki. Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að:

  • taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda
  • kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun
  • fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum
  • vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu
  • gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur
  • fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt
Nánari upplýsingar í reglugerð 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum
Vinnuverndarstefna Heilsuvernd Hjúkrunarheimilanna


Ábyrgðaraðili á að stefnu sé fylgt eftir í daglegum rekstri: Framkvæmdarstjóri (FS) ásamt forstöðumönnum heimila (FH).

Vinnuverndarstefna hjúkrunnarheimilanna
Áreitni og einelti


Allt starfsfólk hjúkrunarheimillanna á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að vinna störf sín án þess að eiga á hættu einelti og kynferðislega áreitni. Sjá nánar hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/areitni