top of page

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um þjónustu

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir 

Sjúkraíbúðir

Sjúkraíbúðir

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili hafa til útleigu tvær raðhúsaíbúðir, Austurbyggð 21G og 21H, sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir fyrir skjólstæðinga Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og aðstandendur íbúa Heilsuvernd Hjúkrunarheimila.

Notendur íbúðanna geta t.d. verið einstaklingar sem leita þjónustu SAk og þurfa búsetuúrræði þar sem aðstaða er til eigin umönnunar og sjálfsbjargar. Með tilkomu íbúðanna er fjölskyldum, mökum, börnum og öðrum aðstandendum skapaðar aðstæður til að taka þátt í meðferðar- eða bataferli eftir aðstæðum hverju sinni. 

Aðstandendur íbúa Heilsuvernd Hjúkrunarheimila geta nýtt íbúðirnar samkvæmt þeim reglum og viðmiðum sem gilda fyrir íbúðirnar sem sjúkrahótel eða til tímabundinnar leigu.

Gott aðgengi og aðbúnaður er fyrir fólk með fötlun eða skerta hreyfigetu.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heilsuvernd Hjúkrunarheimila mánudaga - föstudaga frá        kl. 8:00 - 15:00 og föstudaga kl. 8:00 - 13:00 í síma 460-9100, en einnig er hægt að senda póst á netfangið ibud@hlid.is.

 

Beiðni um gistiþjónustu er forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands: 

Beiðni um gistiþjónustu

 

Þá er hér bókunareyðublað fyrir bókun á sjúkraíbúð við Hlíð.

Footer
bottom of page