top of page
Idjuthjalfun.jpg

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um þjónustu

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir 

Sjúkraþjálfun

sjúkraþjálfun

Á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er veitt sjúkraþjálfun fyrir íbúa Hlíðar, Lögmannshlíðar og dagþjálfunargesti.

 

Í Hlíð og Lögmannshlíð eru vel útbúnir tækjasalir til þjálfunar. Þar starfa sjúkraþjálfarar og aðstoðarmenn. Sjúkraþjálfarar starfa alla daga í Hlíð og tvo daga í viku í Lögmannshlíð.

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  • Þjálfa og viðhalda/bæta líkamlega færni fólks til sjálfshjálpar og til að létta umönnun.

  • Endurhæfa eftir brot og sjúkdóma.

  • Útvega hjálpartæki og veita leiðbeiningar um skófatnað o.fl.

  • Vinna að forvörnum fyrir starfsfólk t.d. með fræðslu og sýnikennslu um góðar vinnustellingar og vinnuvernd.

Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði fólks og er reynt að sjá til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Þar er boðið upp á styrktaræfingar í tækjum, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og göngu- og þolþjálfun með umsjón sjúkraþjálfara og aðstoðarmanns. Þeir sem þurfa sértæka meðferð fá einnig einstaklingsmeðferð. Sjúkraþjálfarar annast val og pöntun, skráningu og létt viðhald á hjólastólum og öðrum hjálpartækjum fyrir íbúa öldrunarheimilanna.

Sjúkraþjálfarar í Hlíð bjóða upp á sjúkraþjálfun fyrir fólk sem kemur í dagþjálfun og alla þá sem þörf hafa á meðferð sjúkraþjálfara og vilja nýta sér hana. Til að fá sjúkraþjálfun þarf fólk sem býr utan hjúkrunarheimilanna að fá beiðni hjá sínum lækni. Greiða þarf fyrir hluta af meðferðinni á móti Sjúkratryggingum Íslands.

Sími: 460-9225

Starfsmenn sjúkraþjálfunar eru:

Tinna Stefánsdóttir, sjúkraþjálfi, tinna@hlid.is

Halla Sif Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfi 

Guðrún Guðjóna Svanbergsdóttir, félagsliði

Lína Björk Stefánsdóttir, sjúkraliði

Footer
bottom of page