Heimsendur matur
Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar einnig um helgar og hátíðisdaga og er honum ekið til einstaklinga.
Matseðill vikunnar
Hér er hægt að sjá matseðil vikunnar* sem er á boðstólum fyrir þá einstaklinga sem fá heimsendan mat.
*Réttur til breytinga á matseðli er áskilinn ef aðstæður leyfa ekki annað.
Sækja um þjónustuna
Sótt er um heimsendan mat í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar
Einnig er hægt að prenta út umsóknina og skila inn til móttöku velferðarsviðs Akureyrarbæjar eða senda á netfangið velferdarsvid@akureyri.is
Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Sími: 460-1000.
Skrifstofan er opin alla virka dag kl. 09:00-15:00.
Umsóknir þurfa að vera samþykkar af Velferðarsviði Akureyrarbæjar og upplýsingar þaðan hafa borist Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. Þegar upplýsingar hafa borist er hægt að taka við pöntun.