Dagþjálfun í hlíð

Hvernig sótt er um þjónustu

 

þjónusta

Hlutverk hjúkrunarheimilis er að búa einstaklingum, sem ekki geta dvalið á eigin heimili með viðeigandi stuðningi, dvöl og aðstoð við athafnir daglegs lífs og veita þeim viðeigandi heilbrigðis- og félagsþjónustu.


Meginviðfangsefni hjúkrunarheimila er að veita langtímahjúkrun, aðhlynningu og umönnun og félagslegan stuðning á faglegan og ábyrgan hátt sem byggist á umhyggju og virðingu fyrir íbúa og
fjölskyldu hans.

Lögð er áhersla á að ráða hæft starfsfólk sem leggur metnað sinn í að framfylgja markmiðum þjónustunnar og vinna í samræmi við Eden hugmyndafræðina og aðferðir þjónandi leiðsagnar. 

Íbúum stendur til boða félagsstarf og tómstundaiðja sem stuðlar að virkni og auknum lífsgæðum. Íbúar eiga þess kost að sækja virknistarf og þjálfun utan heimiliseiningar sinnar. Jafnframt er leitast við að gefa kost á ferðum út í samfélagið á eigin kostnað íbúa svo komið verði til móts við þarfir sem flestra til félagslegra samskipta og samveru. Auk þess eiga íbúar kost á aðgengi að svæði til útiveru með aðstoð starfsfólks og/eða aðstandenda.
 

Í almennu félagsstarfi er boðið upp á fjölbreytta tómstundaiðju svo sem handverk, upplestur, leikfimi, spilavist, bingó, keilu, kráarkvöld og myndasýningar. Ýmsar skemmtanir og ferðalög tengd árstíðum eru einnig í boði. 

Félagsstarf tekur mið af óskum og líðan einstaklingsins á hverjum tíma.