Dagþjálfun í hlíð
þjónusta
Auk daglegrar umönnunar og hjúkrunar er lögð áhersla á fjölbreytta og góða þjónustu á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum og er reynt að koma til móts við óskir og þarfir hvers einstaklings eins og kostur er.
Markmið allrar þjónustu sem veitt er á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er að tryggja öryggi og vellíðan íbúa og standa vörð um sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirðingu. Lögð er áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum og að tekið sé tillit til viðhorfa hans og þarfa eins og kostur er. Einnig er lögð áhersla á endurhæfingu og að viðhalda þeirri færni sem fyrir hendi er. Jafnframt er hugað að þörf fyrir félagsskap og þátttöku í dægradvöl.
Á hjúkrunarheimilunum er boðið upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, félagsstarf og afþreyingu ýmiss konar og hár- og fótaaðgerðir o.fl. Auk þess er rekið mötuneyti, þvottahús og lítil verslun.
Þjónustusvið sér um áðurnefnda þjónustu fyrir utan mötuneytis.