Fara á efnissvæði

Sækja um dvöl

Markmið Heilsuvernd Hjúkrunarheimilisins er að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.  

Að sækja um varanlega búsetu

Það er stefna heilbrigðisyfirvalda að gera fólki kleift að búa á eigin heimili utan stofnana eins lengi og unnt er með viðeigandi heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þegar aðstæður eru orðnar þannig að einstaklingur getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning er næsta skref að sækja um varanlega dvöl á hjúkrunarheimili.  

Allt umsóknarferlið fer fram í gegnum færni- og heilsumatsnefndir í hverju heilbrigðisumdæmi og eru þær ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa.

1. Færni- og heilsumatsnefnd
Um er að ræða faglegt, staðlað mat þar sem metnar eru félagslegar aðstæður, heilsufar og andlegt ástand auk þess sem metin er færni í athöfnum daglegs lífs. 

2. Skila inn umsókn
Umsókn þarf að skila út prentaðri á sérstöku eyðublaði á Heilsugæslustöðina á Akureyri. Ekki er hægt að senda umsóknina rafrænt.

Hægt er að nálgast eyðublaðið hér: Umsókn um færni- og heilsumat og einnig á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og Búsetudeild Akureyrarbæjar.

3. Umsókn metin
Færni- og heilsumatsnefnd fjallar um umsóknina og sendi skriflegar niðurstöður til umsækjenda. Sé viðkomandi metinn í þörf þá fer hann á biðlista eftir hjúkrunarrými í því umdæmi sem hann býr, nema annars sé óskað. 

4. Niðurstaða
Niðurstaða færni- og heilsumats segir til um hvort þörf er fyrir langtíma búsetu á hjúkrunar- eða dvalarheimilum. Færni og heilsumatnefnd veitir allar upplýsingar um stöðu umsóknar.

Ástæða er til að vekja athygli umsækjenda um færni- og heilsumat á því að þegar lífeyrisþegi flyst á hjúkrunar- eða dvalarheimili falla niður lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun (TR).
Frekari upplýsingar um þessi efni er að finna á vef TR

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna