top of page
umsokn-studningur.jpg

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um þjónustu

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Einnig er hægt að sækja um á eyðublöðum með því að smella á hlekkinn hér: umsóknir 

Umsókn

Dagþjálfun í hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.


Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Umsóknir

Markmið Heilsuvernd Hjúkrunarheimilisins er að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.  

Ef einstaklingur getur ekki lengur búið heima með viðeigandi stuðningi, er hægt að sækja um dvöl á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilinu á Akureyri.

Þegar einstaklingur óskar eftir að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili þarf að sækja um svokallað vistunarmat þar sem heilsufar og aðstæður umsækjenda eru metnar.

 

Ekki er gert vistunarmat nema félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur úrræði sem styðja fólk til dvalar í heimahúsum sé fullreynd. Vistunarmati þurfa að fylgja upplýsingar frá heilbrigðis- og félagsþjónustu auk upplýsinga frá viðkomandi læknum eftir því sem við á.

 

Umsóknir um vistunarmat þurfa að berast vistunarmatsnefnd á sérstöku eyðublaði, Umsókn um færni- og heilsumat, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Landlæknisembættis.

Umsóknina skal senda til Færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem viðkomandi á lögheimili.

 

Niðurstaða úr matinu er svo kynnt umsækjanda skriflega og þá fer nafn viðkomandi inn á biðlista heimilisins.

Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og Búsetudeild Akureyrarbæjar.

 

Umsóknum á að skila á Heilsugæslustöð Akureyrar. Síðan mun vistunarmatsnefnd fjalla um umsóknina og senda skriflegar niðurstöður til umsækjenda. Sjá nánar, skref 5 - Færni og heilsumat á vef Landlæknis

Footer
bottom of page