
Markaðstorg í Lögmannshlíð
Laugardaginn 10. maí verður haldið markaðstorg milli kl 13-15.
Allir sem eru með sniðugan varning til sölu geta pantað sér borð. Borðið kosta 5000 kr og tekur Ásta Júlía upplýsinga- og viðburðarstjóri við pöntunum á astaa@hlid.is eða í síma 614-9222.
Á deginum sjálfum verður einnig hægt að kaupa sér kaffi og kleinur. Allur ágóðinn rennur í starfið fyrir íbúa í Lögmannshlíð.
Við hvetjum ykkur til að panta borð, kíkja í heimsókn og taka þátt í þessum skemmtilega degi með okkur.